Manchester United heldur áfram að skoða mögulegar styrkingar, Calafiori færist nær Arsenal og Tomori gæti verið á leið heim til Englands. Þetta og fleira í mánudagsslúðrinu.
Manchester United er vongott um að geta fengið Xavi Simons (21), hollenska sóknarmiðjumanninn hjá Paris St-Germain. Bayern München og RB Leipzig vilja líka fá hann. (Sport)
Arsenal er nálægt því að semja við Bologna upp á 42 milljónir punda fyrir ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori (22). (Sky Sports)
West Ham hefur áhuga á að fá Fikayo Tomori (26), enska varnarmanninn hjá AC Milan. (Mail)
Al-Ittihad hefur leitað til Manchester City varðandi samkomulag um brasilíska markvörðinn Ederson (30). (Mail)
Aston Villa er tilbúið að selja pólska hægri bakvörðinn Matty Cash (26) í sumar. (Football Insider)
Kevin de Bruyne (33) miðjumaður Manchester City hefur ekki samið við Sádi-arabíska félagið Al Ittihad þrátt fyrir fregnir. (Talksport)
Manchester United hefur ákveðið að nýta ekki möguleika á að kaupa Sofyan Amrabat (27) marokkóska miðjumanninn frá Fiorentina. (Tuttomercato)
Manchester United hefur áhuga á að halda Amrabat hjá félaginu eftir lánstíma hans á síðasta tímabili en það vill semja um nýjan samning. (Metro)
Arsenal hefur lagt fram nýtt tilboð að verðmæti allt að 300 þúsund pund í Dan Bentley (31), enskan markvörð Wolves. (Sun)
Franski framherjinn Moussa Diaby (25) hjá Aston Villa mun væntanlega ganga til liðs við Al Ittihad í næstu viku. (Talksport)
Villa mun leitast við að skipta Diaby út fyrir Joao Felix (24), portúgalskan sóknarleikmann Atletico Madrid. (Sun)
Heiðursforseti Bayern München, Uli Höness, hefur ýjað að því að hollenski varnarmaðurinn Matthijs De Ligt (24), sem er orðaður við Manchester United, gæti farið frá félaginu í sumar. (Sky Þýskaland)
United vill ekki leyfa skoska miðjumanninum Scott McTominay, (27) að yfirgefa Old Trafford en Fulham og Tottenham hafa áhuga á honum. (Standard)
Paris St-Germain ætlar að sækjast eftir Victor Osimhen (25) , framherja Napoli í Nígeríu. (Fabrizio Romano)
Ásamt Osimhen vill PSG einnig fá Khvicha Kvaratshkelia (23) georgískan kantmann Napoli og franska miðjumanninn Desire Doue (19) frá Rennes. (Sky Sports)
Athugasemdir