Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. september 2021 16:00
Ástríðan
Bestur í 2. deild: Held að við munum sjá hann spila í efstu deild
Patryk Hryniewicki í leik með KV.
Patryk Hryniewicki í leik með KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Patryk Hryniewicki er leikmaður umferðarinnar eftir 22. umferð 2. deildarinnar, síðustu umferðar. Þetta var opinberað í Ástríðunni en Patryk hjálpaði KV að tryggja sér upp úr 2. deildinni.

Hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigri KV gegn Þrótti Vogum í lokaumferðinni.

„Hann skoraði markið fyrir KV á níundu mínútu sem kom liðinu á bragðið. Við veljum hann leikmann umferðarinnar," segir Sverrir Mar Smárason.

„Þegar þú heldur hreinu sem hafsent og skorar mark gegn toppliðinu sem kemur liðinu upp um deild... þú þarft að gera ansi mikið til að taka þá frammistöðu úr fyrsta sætinu," segir Gylfi Tryggvason.

„Hann var frábær í þessum leik og hann hefur verið frábær í sumar. Að mínu mati höfum við ekki gefið honum nægilega mikið hrós. Þetta er gæi sem kemur úr Leikni og var lykilmaður í að bjarga Elliða frá falli í fyrra. Hann kemur núna og neglir hafsentasætið hjá KV."

Patryk er 21 árs gamall og kom á láni frá Leikni í Reykjavík. Spurning er hvort hann sé inni í myndinni í Breiðholtinu eða verði mögulega lánaður aftur til KV næsta sumar.

„Hann verður væntanlega aftur í KV, nema Leiknir vilji bara að nota hann. Þetta er svo falleg leið hjá honum. Hann er kominn í Lengjudeildina og hann er gæi sem ég held að við sjáum í Pepsi Max-deildinni eftir 2-3 ár," segir Gylfi.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck (KF)
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
13. umferð: Völsungsliðið
14. umferð: Aron Óskar Þorleifsson (ÍR)
15. umferð: Ivan Prskalo (Reynir S.)
16. umferð: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Reynir Sandgerði)
18. umferð: Guðni Sigþórsson (Magni)
19. umferð: Frosti Brynjólfsson (Haukar)
20. umferð: Rúnar Gissurarson (Reynir)
21. umferð: Angantýr Máni Gautason (Magni)
Ástríðan - Síðasta yfirferð sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner