Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 17. ágúst 2021 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestir í 2. deild: Heilt lið valið sem og tveir einstaklingar
Völsungur hefur átt frábært sumar.
Völsungur hefur átt frábært sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður 13. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Völsungsliðið í heild sinni.

Völsungur vann 4-0 sigur á Fjarðabyggð í umferðinni. „Það var enginn einstaklingur sem skaraði fram úr. Það var liðsheild sem einkenndi þessa umferð," sagði Gylfi Tryggvason í Ástríðunni.

Í 14. umferð var það Aron Óskar Þorleifsson sem var valinn leikmaður umferðarinnar.

„Hann steig heldur betur upp í þessum leik," sagði Sverrir Mar Smárason en Aron hélt hreinu á móti besta liði deildarinnar, Þrótti Vogum, í markalausu jafntefli. „Hann átti stóran þátt í þessu stigi," sagði Gylfi.

Í 15. umferð var það svo Ivan Prskalo, sem hlaut nafnbótina. Hann skoraði tvö í sigri Reynis gegn Leikni F., 4-1. „Hann er greinilega kominn í smá stand og farinn að skora mörk," sagði Sverrir Mar.

„Það er mikilvægt fyrir Reyni að kveikja á þessum gæja," sagði Gylfi.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
Ástríðan - Sérstakur 2. deildar þáttur
Athugasemdir
banner
banner
banner