mán 26. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Ekki mörg lið sem ráða við hann
Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður 12. umferðar í 2. deild karla kemur úr Völsungi. Það er Santiago Feuillassier Abalo.

„Hann skoraði tvö mörk í sigri Völsungs á ÍR og meðal annars eitt frá miðju. Hann skoraði heldur betur flott mark," sagði Sverrir Mar Smárason í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.

„Hann er búinn að vera heldur betur góð viðbót við þetta lið í sumar."

„Hann er búinn að styrkja þetta mikið og verið geggjaður," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann gerði tilkall í að vera í úrvalsliði umferða 1-11... ÍR-ingarnir réðu ekkert við hann," sagði Sverrir og bætti Gylfi við:

„Það eru ekki mörg lið sem hafa ráðið við hann."

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck
Ástríðan - Úrvalslið fyrri umferða deildanna tilkynnt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner