Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 16. júlí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: MVP deildarinnar
Oumar Diouck (KF)
Oumar Diouck.
Oumar Diouck.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Oumar Diouck, sóknarmaður KF, skoraði þrennu þegar liðið vann 5-0 sigur á Haukum í 2. deildinni. Hann er leikmaður 11. umferðarinnar að mati Ástríðunnar.

„Við erum komnir aftur í þrennurnar, en erum núna að vinna með það að þú verður að vera með þrennu og eina stoðsendingu," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Þegar þú pælir í því þá er þrenna í hverri einustu umferð, það er alltaf þrenna - stundum tvær," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann er langbesti leikmaðurinn í KF... hvar myndirðu setja hann á listanum yfir alla leikmenn deildarinnar?" spurði Sverrir.

„Yfir alla leikmenn í deildinni? Hann er topp tíu, ég veit ekki hvort hann komist í topp fimm hjá mér," svaraði Gylfi.

„Ef þú ert í MVP (mikilvægasti leikmaðurinn) umræðunni, þá er hann með Sæþór Olgeirs," sagði Sverrir.

„Ég myndi segja að hann sé mikilvægastur sínu liði í öllum liðunum. Hann er ótrúlega mikilvægur," sagði Gylfi.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
Ástríðan - Fyrri hluta deildanna lokið
Athugasemdir
banner
banner