Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Norðmenn færa heimaleik til Spánar
Erling Braut Haaland, stjörnuleikmaður Noregs.
Erling Braut Haaland, stjörnuleikmaður Noregs.
Mynd: Getty Images
Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að fyrsti heimaleikur Noregs í undankeppni HM verði spilaður á Malaga á Spáni.

Ástæðan er heimsfaraldurinn en strangar sóttvarnareglur eru í gildi í Noregi.

Noregur hefur undankeppnina á útileik gegn Gíbraltar þann 24. mars en þremur dögum síðar er svo leikur gegn Tyrklandi. Sá leikur átti upphaflega að vera á Ullevaal í Osló en verður spilaður án áhorfenda á Spáni.

Eftir þann leik er svo komið að útileik gegn Svartfjallalandi þann 30. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner