Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fim 23. mars 2023 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Þór/KA í úrslit eftir sigur á Blikum
Tahnai Lauren Annis skoraði bæði mörkin fyrir Þór/KA
Tahnai Lauren Annis skoraði bæði mörkin fyrir Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik 1 - 2 Þór/KA
1-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('2 )
1-1 Tahnai Lauren Annis ('28 )
1-2 Tahnai Lauren Annis ('79 )

Þór/KA er komið í undanúrslit A-deildar Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Andrea Rut Bjarnadóttir var ekki lengi að koma Blikum í forystu en það gerði hún með góðu vinstri fótar skoti eftir sendingu frá Taylor Marie Ziemer.

Gestirnir jöfnuðu rúmum tuttugu mínútum síðar. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir stakk boltanum í gegn á Tahnai Lauren Annis sem skoraði með góðu skot við nærstöng.

Annis skoraði sigurmarkið þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hún lét þá vaða fyrir utan teig og hefði Telma Ívarsdóttir líklega átt að gera betur í markinu.

Þór/KA fagnaði sigri og er komið í úrslit A-deildarinnar en liðið mætir Þrótti eða Stjörnunni þann 1. apríl.
Athugasemdir
banner