Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. mars 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Markaregn í Boganum þegar Breiðablik komst í úrslit
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Blika
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA 3-6 Breiðablik
1-0 Sandra María Jessen ('22 )
1-1 Barbára Sól Gísladóttir ('24 )
2-1 Sandra María Jessen ('45 )
2-2 Agla María Albertsdóttir ('48 )
3-2 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('55 )
4-2 Anna Nurmi ('67 )
5-2 Birta Georgsdóttir ('74 )
6-2 Líf Joostdóttir van Bemmel ('90 )
6-3 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('90 )


Breiðablik er komið í úrslit Lengjubikars kvenna eftir ótrúlegan leik gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag.

Heimakonur voru með 2-1 forystu í hálfleik en það var markahrókurinn Sandra María Jessen sem skoraði bæði mörk liðsins.

Gestirnir fóru hins vegar hamförum í síðari hálfleik en þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma voru Blikar komnir með ansi þægilega forystu.

Líf Jooststórritr van Bemmel sem er fædd árið 2007 skoraði sjötta mark Blika í uppbótatíma. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir klóraði í bakkann fyrir Þór/KA suttu síðar en nær komust þær ekki.

Breiðablik mætir annað hvort Val eða Stjörnunni í úrslitum eftir slétta viku en Valur og Stjarnan mætast á morgun.


Athugasemdir
banner
banner