mán 23. maí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Alonso vill ólmur skipta til Barca - Palmieri snýr aftur
Mynd: EPA

Spænski bakvörðurinn Marcos Alonso vill yfirgefa Chelsea í sumar til að ganga í raðir Barcelona.


Hinn 31 árs Alonso á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en er þrátt fyrir það búinn að semja við Börsunga. Hann vill skipta yfir ásamt félaga sínum Andreas Christensen. Liðsfélagi þeirra Cesar Azpilicueta hefur einnig verið orðaður við félagaskipti til Barca sem ætlar greinilega að stela allri varnarlínunni af Chelsea.

Barca er aðeins að bíða eftir að fá kaupverð fyrir bakvörðinn, en Chelsea er að ganga í gegnum eigendaskipti sem gætu flækt félagaskiptin.

Ítalinn Emerson Palmieri er þá á leið aftur til félagsins eftir vel heppnað ár með Lyon í Frakklandi.

Emerson var með fastasæti í byrjunarliðinu en Lyon ætlar ekki að kaupa bakvörðinn. Hann er 27 ára og á tvö ár eftir af samningnum við Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner