Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 23. maí 2023 15:09
Innkastið
„FH hefur ekki teflt fram veikara liði á pappír í háa herrans tíð“
Það var baráttuandi hjá FH í gær.
Það var baráttuandi hjá FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þeir eru þunnskipaðir, þetta var veikt FH lið á pappírnum vegna meiðsla og leikbanna," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem rætt var um sigur FH gegn ÍBV í gær.

„Ég get alveg trúað því þegar Eyjamenn sáu skýrsluna hjá FH hafi þeir hugsað að nú væri lag."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  3 FH

Meðal leikmanna sem vantaði í lið FH voru Finnur Orri Margeirsson, Björn Daníel Sverrisson, Kjartan Henry Finnbogason og Vuk Oskar Dimitrijevic og þá var Eggert Gunnþór Jónsson ónotaður varamaður en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„FH hefur verið með ótrúlega vel mönnuð fótboltalið frá því um aldamótin. Það eru margir ungir leikmenn þarna en FH hefur ekki teflt fram veikara liði á pappír í háa herrans tíð," segir Tómas Þór Þórðarson.

„FH fór síðan bara og vann enn einn helvítis leikinn. Þeir eru búnir að vinna fjóra leiki og eru komnir með þrettán stig sem verða ekki tekin af þeim. Þeir eru fyrir ofan KA. Það var alvöru baráttuandi í liðinu í gær."

„FH er að vinna liðin sem við bjuggumst við að yrðu í kringum þá. Þeir taka Stjörnuna og KR í kartöflugarðinum heima, Keflavík sem þeir í raun eiga að vinna og svo þennan. Við skulum segja að þeir eigi enn eftir að vinna 'gott lið' en það breytir því ekki að þetta eru liðin sem FH vill klára. Svo vill liðið vinna sig upp í það að vera samkeppnishæfara gegn liðum eins og Breiðabliki, Val og Víkingi."

„Miðað við allt og allt þá er það bara mjög góð byrjun hjá FH að vera með þrettán stig."

Byrjunarlið FH í gær: Sindri Kristinn Ólafsson (m),Ástbjörn Þórðarson, Haraldur Einar Ásgrímsson, Ólafur Guðmundsson (f), Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Steven Lennon ('74), Davíð Snær Jóhannsson, Dani Hatakka, Jóhann Ægir Arnarsson, Úlfur Ágúst Björnsson, Logi Hrafn Róbertsson.
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner