Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júní 2021 14:38
Elvar Geir Magnússon
Stilltu upp sameiginlegu byrjunarliði Portúgals og Frakklands
Paul Pogba er í liðinu.
Paul Pogba er í liðinu.
Mynd: EPA
Í kvöld ráðast úrslitin í dauðariðli Evrópumótsins en Frakkar tróna á toppi F-riðilsins með fjögur stig. Þýskaland og Portúgal eru með þrjú stig og Ungverjaland á botninum með aðeins eitt.

Portúgal og Frakkland mætast í lokaumferðinni í kvöld og í tilefni leiksins setti Daily Mail saman sameiginlegt byrjunarlið Evrópumeistaranna og heimsmeistaranna.

Liðið er að sjálfsögðu gríðarlega sterkt enda feikilega öflugir leikmenn í báðum þessum liðum. Sjö leikmenn Frakklands eru í liðinu en fjórir frá Portúgal.



Sameiginlegt lið Portúgals og Frakklands:
Markvörður - Hugo Lloris (Frakkland)
Hægri bakvörður - Benjamin Pavard (Frakkland)
Miðvörður - Raphael Varane (Frakkland)
Miðvörður - Ruben Dias (Portúgal)
Vinstri bakvörður - Raphael Guerreiro (Portúgal)
Miðja - Paul Pogba (Frakkland)
Miðja - N'Golo Kante (Frakkland)
Miðja - Diogo Jota (Portúgal)
Sókn - Antoine Griezmann (Frakkland)
Sókn - Cristiano Ronaldo (Portúgal)
Sókn - Kylian Mbappe (Frakkland)
Athugasemdir
banner
banner
banner