Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 23. júní 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van der Vaart fór í taugarnar á Spánverjum
Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður hollenska landsliðsins, styggði spænsku þjóðina þegar hann sagði spænska landsliðið ömurlegt.

Van der Vaart, sem er sérfræðingur í hollensku sjónvarpi, skaut hörðum skotum að spænska landsliðinu eftir fyrstu tvo leiki þeirra á Evrópumótinu.

„Spænska landsliðið er hræðilegt. Það eina sem þeir gera er að senda boltann til hliðar," sagði sá hollenski.

Þetta fór illa í spænsku þjóðina og spænsku leikmennina. „Við vonum að Van der Vaart sé að horfa núna. Við tileinkum honum þetta mark," sögðu lýsendurnir í spænska sjónvarpinu er Ferran Torres gerði fjórða mark Spánar í 4-0 sigri á Slóvakíu í dag.

Sergio Busquets, fyrirliði Spánar, tjáði sig einnig um Van der Vaart eftir leikinn í dag.

„Við tökum á móti gagnrýni en ekki vanvirðingu," sagði Busquets.

Spánn endaði í öðru sæti í riðli sínum á eftir Svíþjóð og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner