Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bræður mættust á Akureyri - Með hvoru liðinu hélt pabbinn?
Lengjudeildin
Kristófer.
Kristófer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Hrannar.
Ólafur Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Kristófer Kristjánsson kepptu á móti hvorum öðrum á VÍS vellinum í gær þegar Leiknir kom í heimsókn til Akureyrar.

Kristófer lék sem vængbakvörður í liði Þórsara en Óli Hrannar var að stýra Leikni í fyrsta sinn sem aðalþjálfari. Þeir eru hálfbræður og voru að mætast í fyrsta sinn í leik.

Óli Hrannar var í viðtali í gær spurður út í hvernig það hefði verið að mæta bróður sínum.

„Það var bara skemmtilegt, ég tel mig þekkja hann ágætlega."

Kristján Hrannar Jónsson, faðir þeirra bræðra, sat uppi í stúku og horfði á leikinn. Með hverjum hélt hann?

„Ég held það sé Þór," sagði Óli Hrannar og brosti. Hann var svo spurður hvort hann væri fúll út í það.

„Nei nei, hann er orðinn Akureyringur í húð og hár, þannig ég skil það alveg. Ég held að hann samgleðjist nú alveg uppáhalds elsta stráknum sínum," sagði Óli Hrannar og hló.
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Athugasemdir
banner
banner
banner