Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 22. júní 2024 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Lengjudeildin
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe lagði upp markið.
Omar Sowe lagði upp markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis á VÍS vellinum í dag. Hann skoraði undir lok leiks og kom Leikni yfir, 1-2, og reyndust það lokatölur.

Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni og lék sína fyrstu keppnisleiki með Leikni sumarið 2020. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

„Tilfinningin er náttúrulega geggjuð, gaman að vinna á Akureyri og gaman að skora."

„Ég sé að Omar (Sowe) er með boltann, þekki hann nokkuð vel. Ég reyni að planta mér og tímasetja hlaupið rétt. Omar kemur með geggjaðan bolta, ég á svolítið þunga snertingu en markmaðurinn nær honum ekki þannig ég legg boltann framhjá honum."

„Ég gat ekki verið glaðari, hljóp beint að varamannabekknum og hoppaði á Óla og Atla."

„Já, það var alveg stress undir lokin en við bara gerðum þetta vel, gerðum þetta eins og á að gera þetta."


Hvernig er að vera hetjan þegar Leiknir vinnur sigur?

„Ég myndi ekki segja að ég væri hetjan heldur erum við allir hetjurnar í dag. Við gerðum þetta allir mjög vel, allir sem einn. Ég er virkilega sáttur með strákana. Ég er ekki eina hetjan, við vorum það allir."

Shkelzen fór niður í vítateig Þórs í seinni hálfleik og var kallað eftir vítaspyrnu. Átti hann að fá víti?

„Það er tæpt. Ég missi boltann smá langt frá mér, markmaðurinn fór í mig, en ég held að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Shkelzen að lokum.

Leiknir tvöfaldaði með þessum sigri sitgafjölda sinn í Lengjudeildinni, liðið er nú með sex stig, rétt eins og Þór.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner