Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
banner
   lau 22. júní 2024 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Lengjudeildin
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe lagði upp markið.
Omar Sowe lagði upp markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis á VÍS vellinum í dag. Hann skoraði undir lok leiks og kom Leikni yfir, 1-2, og reyndust það lokatölur.

Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni og lék sína fyrstu keppnisleiki með Leikni sumarið 2020. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

„Tilfinningin er náttúrulega geggjuð, gaman að vinna á Akureyri og gaman að skora."

„Ég sé að Omar (Sowe) er með boltann, þekki hann nokkuð vel. Ég reyni að planta mér og tímasetja hlaupið rétt. Omar kemur með geggjaðan bolta, ég á svolítið þunga snertingu en markmaðurinn nær honum ekki þannig ég legg boltann framhjá honum."

„Ég gat ekki verið glaðari, hljóp beint að varamannabekknum og hoppaði á Óla og Atla."

„Já, það var alveg stress undir lokin en við bara gerðum þetta vel, gerðum þetta eins og á að gera þetta."


Hvernig er að vera hetjan þegar Leiknir vinnur sigur?

„Ég myndi ekki segja að ég væri hetjan heldur erum við allir hetjurnar í dag. Við gerðum þetta allir mjög vel, allir sem einn. Ég er virkilega sáttur með strákana. Ég er ekki eina hetjan, við vorum það allir."

Shkelzen fór niður í vítateig Þórs í seinni hálfleik og var kallað eftir vítaspyrnu. Átti hann að fá víti?

„Það er tæpt. Ég missi boltann smá langt frá mér, markmaðurinn fór í mig, en ég held að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Shkelzen að lokum.

Leiknir tvöfaldaði með þessum sigri sitgafjölda sinn í Lengjudeildinni, liðið er nú með sex stig, rétt eins og Þór.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner