Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   lau 22. júní 2024 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Lengjudeildin
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe lagði upp markið.
Omar Sowe lagði upp markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis á VÍS vellinum í dag. Hann skoraði undir lok leiks og kom Leikni yfir, 1-2, og reyndust það lokatölur.

Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni og lék sína fyrstu keppnisleiki með Leikni sumarið 2020. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

„Tilfinningin er náttúrulega geggjuð, gaman að vinna á Akureyri og gaman að skora."

„Ég sé að Omar (Sowe) er með boltann, þekki hann nokkuð vel. Ég reyni að planta mér og tímasetja hlaupið rétt. Omar kemur með geggjaðan bolta, ég á svolítið þunga snertingu en markmaðurinn nær honum ekki þannig ég legg boltann framhjá honum."

„Ég gat ekki verið glaðari, hljóp beint að varamannabekknum og hoppaði á Óla og Atla."

„Já, það var alveg stress undir lokin en við bara gerðum þetta vel, gerðum þetta eins og á að gera þetta."


Hvernig er að vera hetjan þegar Leiknir vinnur sigur?

„Ég myndi ekki segja að ég væri hetjan heldur erum við allir hetjurnar í dag. Við gerðum þetta allir mjög vel, allir sem einn. Ég er virkilega sáttur með strákana. Ég er ekki eina hetjan, við vorum það allir."

Shkelzen fór niður í vítateig Þórs í seinni hálfleik og var kallað eftir vítaspyrnu. Átti hann að fá víti?

„Það er tæpt. Ég missi boltann smá langt frá mér, markmaðurinn fór í mig, en ég held að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Shkelzen að lokum.

Leiknir tvöfaldaði með þessum sigri sitgafjölda sinn í Lengjudeildinni, liðið er nú með sex stig, rétt eins og Þór.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner