Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   lau 22. júní 2024 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Lengjudeildin
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe lagði upp markið.
Omar Sowe lagði upp markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis á VÍS vellinum í dag. Hann skoraði undir lok leiks og kom Leikni yfir, 1-2, og reyndust það lokatölur.

Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni og lék sína fyrstu keppnisleiki með Leikni sumarið 2020. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

„Tilfinningin er náttúrulega geggjuð, gaman að vinna á Akureyri og gaman að skora."

„Ég sé að Omar (Sowe) er með boltann, þekki hann nokkuð vel. Ég reyni að planta mér og tímasetja hlaupið rétt. Omar kemur með geggjaðan bolta, ég á svolítið þunga snertingu en markmaðurinn nær honum ekki þannig ég legg boltann framhjá honum."

„Ég gat ekki verið glaðari, hljóp beint að varamannabekknum og hoppaði á Óla og Atla."

„Já, það var alveg stress undir lokin en við bara gerðum þetta vel, gerðum þetta eins og á að gera þetta."


Hvernig er að vera hetjan þegar Leiknir vinnur sigur?

„Ég myndi ekki segja að ég væri hetjan heldur erum við allir hetjurnar í dag. Við gerðum þetta allir mjög vel, allir sem einn. Ég er virkilega sáttur með strákana. Ég er ekki eina hetjan, við vorum það allir."

Shkelzen fór niður í vítateig Þórs í seinni hálfleik og var kallað eftir vítaspyrnu. Átti hann að fá víti?

„Það er tæpt. Ég missi boltann smá langt frá mér, markmaðurinn fór í mig, en ég held að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Shkelzen að lokum.

Leiknir tvöfaldaði með þessum sigri sitgafjölda sinn í Lengjudeildinni, liðið er nú með sex stig, rétt eins og Þór.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner