Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   lau 22. júní 2024 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög, mjög, mjög sætur sigur. Það hefur verið frekar torsótt hjá okkur í sumar að sækja stig og við vorum svekktir eftir síðasta leik að hafa ekki allavega fengið (eitt) stig á móti Grindavík. Þessi sigur er virkilega kærkominn," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem stýrði Leikni til sigurs gegn Þór í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir í botnsætinu, og liðið er svo sem ennþá þar, en nú með jafnmörg stig og Þór og Þróttur.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Óli Hrannar var ánægður með mjög margt í leik Leiknis. „Vinnuframlagið var gjörsamlega til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að við skorum annað markið. Strákarnir voru svo ákveðnir og ákafir í að taka þrjá punkta og sigla þessu heim. Það var geggjað að sja hvernig þeir börðust og lögðu sig fram fyrir hvorn annan og sóttu sigurinn."

Mörk Leiknis komu úr virkilega öflugum skyndisóknum. „Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir framkvæmdu skyndisóknirnar. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik af því við vorum að klúðra tækifærum í skyndisóknum í fyrri hálfleik, vildum gera það betur. Það gekk fullkomlega upp í seinni hálfleik."

„Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð,"
sagði Óli Hrannar og skælbrosti.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Shkelzen datt inn á vítateig Þórs í seinni hálfleik. Hann fór líka yfir ástæðuna fyrir því af hverju Omar Sowe byrjaði ekki síðasta leik, það var vegna meiðsla og var þjálfarinn ánægður með frammistöðu framherjans í dag.

Hélt hann að Leiknir væri að missa leikinn frá sér þegar Þór jafnaði leikinn?

„Nei, ekkert endilega. Við misstum svolítið tökin á leiknum eftir að við skorum, erum þá farnir að verja aðeins of mikið og hræddari við að halda í boltann sem hafði gefið okkur mjög góðar sóknir fram að því."

„Við vissum fyrir leikinn að þrjú stig yrðu risastór fyrir okkur til að komast upp í miðjumoðspakkann. Við eigum strembið prógram næstu vikuna; eigum Þrótt heima, svo komum við aftur norður eftir átta daga og spilum við Dalvík,"
sagði Óli Hrannar að lokum. Nánar var rætt við hann og má sjá viðtalið í heild í spilaranum efst.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner