Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   lau 22. júní 2024 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög, mjög, mjög sætur sigur. Það hefur verið frekar torsótt hjá okkur í sumar að sækja stig og við vorum svekktir eftir síðasta leik að hafa ekki allavega fengið (eitt) stig á móti Grindavík. Þessi sigur er virkilega kærkominn," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem stýrði Leikni til sigurs gegn Þór í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir í botnsætinu, og liðið er svo sem ennþá þar, en nú með jafnmörg stig og Þór og Þróttur.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Óli Hrannar var ánægður með mjög margt í leik Leiknis. „Vinnuframlagið var gjörsamlega til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að við skorum annað markið. Strákarnir voru svo ákveðnir og ákafir í að taka þrjá punkta og sigla þessu heim. Það var geggjað að sja hvernig þeir börðust og lögðu sig fram fyrir hvorn annan og sóttu sigurinn."

Mörk Leiknis komu úr virkilega öflugum skyndisóknum. „Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir framkvæmdu skyndisóknirnar. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik af því við vorum að klúðra tækifærum í skyndisóknum í fyrri hálfleik, vildum gera það betur. Það gekk fullkomlega upp í seinni hálfleik."

„Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð,"
sagði Óli Hrannar og skælbrosti.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Shkelzen datt inn á vítateig Þórs í seinni hálfleik. Hann fór líka yfir ástæðuna fyrir því af hverju Omar Sowe byrjaði ekki síðasta leik, það var vegna meiðsla og var þjálfarinn ánægður með frammistöðu framherjans í dag.

Hélt hann að Leiknir væri að missa leikinn frá sér þegar Þór jafnaði leikinn?

„Nei, ekkert endilega. Við misstum svolítið tökin á leiknum eftir að við skorum, erum þá farnir að verja aðeins of mikið og hræddari við að halda í boltann sem hafði gefið okkur mjög góðar sóknir fram að því."

„Við vissum fyrir leikinn að þrjú stig yrðu risastór fyrir okkur til að komast upp í miðjumoðspakkann. Við eigum strembið prógram næstu vikuna; eigum Þrótt heima, svo komum við aftur norður eftir átta daga og spilum við Dalvík,"
sagði Óli Hrannar að lokum. Nánar var rætt við hann og má sjá viðtalið í heild í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner