Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   lau 22. júní 2024 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög, mjög, mjög sætur sigur. Það hefur verið frekar torsótt hjá okkur í sumar að sækja stig og við vorum svekktir eftir síðasta leik að hafa ekki allavega fengið (eitt) stig á móti Grindavík. Þessi sigur er virkilega kærkominn," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem stýrði Leikni til sigurs gegn Þór í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir í botnsætinu, og liðið er svo sem ennþá þar, en nú með jafnmörg stig og Þór og Þróttur.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Óli Hrannar var ánægður með mjög margt í leik Leiknis. „Vinnuframlagið var gjörsamlega til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að við skorum annað markið. Strákarnir voru svo ákveðnir og ákafir í að taka þrjá punkta og sigla þessu heim. Það var geggjað að sja hvernig þeir börðust og lögðu sig fram fyrir hvorn annan og sóttu sigurinn."

Mörk Leiknis komu úr virkilega öflugum skyndisóknum. „Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir framkvæmdu skyndisóknirnar. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik af því við vorum að klúðra tækifærum í skyndisóknum í fyrri hálfleik, vildum gera það betur. Það gekk fullkomlega upp í seinni hálfleik."

„Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð,"
sagði Óli Hrannar og skælbrosti.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Shkelzen datt inn á vítateig Þórs í seinni hálfleik. Hann fór líka yfir ástæðuna fyrir því af hverju Omar Sowe byrjaði ekki síðasta leik, það var vegna meiðsla og var þjálfarinn ánægður með frammistöðu framherjans í dag.

Hélt hann að Leiknir væri að missa leikinn frá sér þegar Þór jafnaði leikinn?

„Nei, ekkert endilega. Við misstum svolítið tökin á leiknum eftir að við skorum, erum þá farnir að verja aðeins of mikið og hræddari við að halda í boltann sem hafði gefið okkur mjög góðar sóknir fram að því."

„Við vissum fyrir leikinn að þrjú stig yrðu risastór fyrir okkur til að komast upp í miðjumoðspakkann. Við eigum strembið prógram næstu vikuna; eigum Þrótt heima, svo komum við aftur norður eftir átta daga og spilum við Dalvík,"
sagði Óli Hrannar að lokum. Nánar var rætt við hann og má sjá viðtalið í heild í spilaranum efst.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir