Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 22. júní 2024 19:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Lengjudeildin
Ekki sáttur með hugarfar sinna manna.
Ekki sáttur með hugarfar sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig'
'Mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá'
'Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er reiður yfir úrslitunum og að mörgu leyti frammistöðunni. (Það vantaði upp á) mest allt held ég bara," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Leikni í dag og svaraði neitandi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hann væri glaður með.

Þór tapaði 1-2 á heimavelli gegn Leikni í dag og er nú með jafnmörg stig og botnlið deildarinnar; sex stig eftir sjö umferðir. Það er langt frá því sem Þór ætlaði sér í sumar, stefnan var sett upp.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Tvö mörk voru dæmd af Þór vegna rangstöðu. Siggi var á því að fyrra markið hefði átt að standa.

„Ég er aðeins búinn að kíkja á þetta, fyrra markið er náttúrulega ekki rangstaða og seinna er mikið vafaatriði held ég." Það tók smá tíma að dæma seinna markið af. „Nei, mér fannst það ekkert skrítin framkvæmd, dómararnir gera bara það sem þeir gera, ég er ekki að pæla of mikið í því."

Siggi hefur áhyggjur af frammistöðu liðsins. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég horfi á liðið og er mjög ósáttur með frammistöðuna og hugarfarið. Það komu alveg góðir kaflar og ef þessi mörk hefðu ekki verið tekin af okkur og við hefðum skorað úr eitthvað af þessum færum og sóknum sem við fengum þá væri ég hérna himinlifandi."

„Núna erum við ekkert að pæla í frammistöðunni, heldur bara að pæla í stigum. Þetta átti að vera augnablik til þess að taka þrjú stig, en Leiknismenn gerðu þetta vel, það var kraftur í þeim og meiri kraftur en í okkur sem mér finnst mjög skrítið af okkar hálfu. Ég hélt við værum komnir með þá, vorum búnir að ýta þeim niður og þjarma að þeim, fengum fullt af sénsum. Ég nenni ekki að pæla í einhverri frammistöðu núna, við þurfum bara að fá stig og það þarf alvöru leikmenn sem eru tilbúnir að gera allt til þess að fá þessi stig. mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig."


Það var nánast alltaf mikil hætta þegar Leiknir náði að komast úr lágvörninni sinni í seinni hálfleik.

„Við brugðumst illa við því. Ég er ekki nógu ánægður með hugarfarið í dag, þetta er ekki búið að vera vandamál hjá okkur í sumar."

Hvað var það helsta sem var sagt inni í klefa eftir leik?

„Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá. Ég er búinn að taka tvö brjálæðisköst á þá og þá komu einhver viðbrögð. Ég held ég þurfi að fara brýna raustina á þá aðeins betur."

Þarf að fá svar í nágrannaslagnum
Framundan er nágrannaslagur á Dalvík. „Það þarf svo sannarlega svar þar, það eru margir sem áttu ekki góðan dag í dag sem þurfa að svara fyrir það á miðvikudag."

„Fyrir leikinn í dag áttum við tvo leiki inni og með þremur stigum hefðum við verið í góðri sveiflu. Við erum búnir með erfitt prógram í byrjun; tveir heimaleikir (fyrir leikinn í dag) og fjórir útileikir, búnir að spila við fimm af sex efstu liðunum í deildinni. Ég er búinn að vera nokkuð ánægður með frammistöðuna, en ekki stigasöfnunina. Nú þurfum við að harka stig og vera aðeins stærri en þetta. Mér fannst við svolítið litlir í dag sem er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir."


Gengið illa að skora
Þór hefur einungis einu sinni í sumar skorað meira en eitt mark. Af hverju gengur svona illa að skora?

„Þetta er með ólíkindum. Það er einhver stífla sem við þurfum að losa. Við erum svo sannarlega að skora mörk á æfingasvæðinu. Það hlýtur að fara detta, þá koma sigrarnir og stigin. Mörkin þurfa að fara koma fljótt," sagði þjálfari Þórsara.

Siggi vonast til að endurheimta Aron Inga Magnússon í leikmannahópinn í þarnæsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner