Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 23. júlí 2020 23:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Þú verður að skapa þér færi til að skora
Án sigurs í síðustu 5 leikjum liðsins
Án sigurs í síðustu 5 leikjum liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var þungur á brún eftir svekkjandi tap gegn erkifjendum sínum í HK en leikar enduðu með 1-0 sigri HK. Blikar eru nú án sigurs í síðustu 5 leikjum.

"Við nýttum ekki þá yfirburði sem við höfðum út á vellinum til að skapa okkur færi og það kom okkur um koll, HK voru þéttir og börðust eins og ljóm, hentu sér fyrir alla bolta, það kom okkur ekkert á óvart en við gerðum bara ekki nóg" Sagði Óskar Hrafn svekktur eftir leik.

"Mér fannst við ágætir á milli teiganna, mér fannst við geta varist betur þegar markið kemur en svo auðvitað sköpum við okkur ekki nógu mörg færi, fyrirgjafirnar voru ekki nógu góðar í kvöld, vorum ekki nógu grimmir í teignum eða þegar annar boltinn datt en þú verður að skapa þér færi til að skora en við áttum í erfiðleikum með að brjóta HK-menn á bak aftur í dag"

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Breiðablik

Horfðu Blikarnir á þennan leik eins og hann þurfti að vinnast?

"Það er enginn leikur í þessari deild "must win", auðvitað viltu bara koma inn í leikinn og spila vel og einhvern veginn vinna alla leiki en það hefur sýnt sig að það er ekki hægt en auðvitað vildum við vinna þennan leik"

Breiðablik hafa verið orðaðir við Jonathan Hendrickx fyrrum bakvörð Blika sem og Unnar Stein Ingvarsson leikmann Fram, getur Óskar staðfest það?

"Nei ég get ekki staðfest það að það séu neinar viðræður í gangi við félög þessara leikmanna þannig að nei ég get ekki staðfest það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner