Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mið 23. september 2020 22:59
Anton Freyr Jónsson
Albert Brynjar: Sterk lið vinna sig úr erfiðum aðstæðum
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eintóm hamingja, akkúrat það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega að ná markinu snemma og það tókst. Seinni hálfleikurinn var svolítið erfið fæðing, það kom mjög langur erfiður kafli þar sem þeir ná að setja inn eitt mark sem er klaufaskapur hjá okkur en karakter að halda út og setja svo þriðja markið."voru fyrstu viðbrögð Alberts Brynjars Ingasonar, framherja Kórdrengja eftir 3-1 sigur á Selfossi í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fara með 2-0 forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en Kórdrengir ná inn sterku marki sem kláraði leikinn. Albert Brynjar var sáttur með liðsfélaga sína í dag.

„Algjörlega og sérstaklega öftustu fimm og miðjuna. Það reyndi mikið á þá á löngum kafla í seinni hálfleik og menn þurftu að vera vel á tánum og Selfoss er með gott lið en það sýnir hvað við erum með mikil gæði og mikla reynslu og í raun og veru bara sterkan karakter í þessum hópi."

„Við héldum ílla í boltann á tímabili í seinni hálfleik en sterk lið nær að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum og það gerðum við með að setja þriðja markið og eftir það fannst mér við sigla þessu heim eins og topplið gera."

Albert Brynjar Ingason var spurður hvort að hann væri búin að hugsa hvort hann ætli að taka á skarið með liðinu áfram takist liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

„Skrokkurinn er fínn en ég hefði kosið að hafa eðlilega tímabil þar sem væri vika milli leikja en ég held að það allir séu í smá basli. Ég held að við höfum spila átta leiki þegar September klárast og það reynir á alla en varðandi næsta tímabil, ég tek eitt ár í einu, núna er ég bara staddur þar og eftir tímabil skoða ég bara en mér líður hrikalega vel hérna og það er hugsað svo vel um okkur í þessum klúbbi og þetta er gert svo professional og ég mun skoða það virkilega vel að vera áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner