Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
banner
   mið 23. september 2020 22:59
Anton Freyr Jónsson
Albert Brynjar: Sterk lið vinna sig úr erfiðum aðstæðum
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eintóm hamingja, akkúrat það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega að ná markinu snemma og það tókst. Seinni hálfleikurinn var svolítið erfið fæðing, það kom mjög langur erfiður kafli þar sem þeir ná að setja inn eitt mark sem er klaufaskapur hjá okkur en karakter að halda út og setja svo þriðja markið."voru fyrstu viðbrögð Alberts Brynjars Ingasonar, framherja Kórdrengja eftir 3-1 sigur á Selfossi í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fara með 2-0 forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en Kórdrengir ná inn sterku marki sem kláraði leikinn. Albert Brynjar var sáttur með liðsfélaga sína í dag.

„Algjörlega og sérstaklega öftustu fimm og miðjuna. Það reyndi mikið á þá á löngum kafla í seinni hálfleik og menn þurftu að vera vel á tánum og Selfoss er með gott lið en það sýnir hvað við erum með mikil gæði og mikla reynslu og í raun og veru bara sterkan karakter í þessum hópi."

„Við héldum ílla í boltann á tímabili í seinni hálfleik en sterk lið nær að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum og það gerðum við með að setja þriðja markið og eftir það fannst mér við sigla þessu heim eins og topplið gera."

Albert Brynjar Ingason var spurður hvort að hann væri búin að hugsa hvort hann ætli að taka á skarið með liðinu áfram takist liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

„Skrokkurinn er fínn en ég hefði kosið að hafa eðlilega tímabil þar sem væri vika milli leikja en ég held að það allir séu í smá basli. Ég held að við höfum spila átta leiki þegar September klárast og það reynir á alla en varðandi næsta tímabil, ég tek eitt ár í einu, núna er ég bara staddur þar og eftir tímabil skoða ég bara en mér líður hrikalega vel hérna og það er hugsað svo vel um okkur í þessum klúbbi og þetta er gert svo professional og ég mun skoða það virkilega vel að vera áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner