Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mið 23. september 2020 22:59
Anton Freyr Jónsson
Albert Brynjar: Sterk lið vinna sig úr erfiðum aðstæðum
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eintóm hamingja, akkúrat það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega að ná markinu snemma og það tókst. Seinni hálfleikurinn var svolítið erfið fæðing, það kom mjög langur erfiður kafli þar sem þeir ná að setja inn eitt mark sem er klaufaskapur hjá okkur en karakter að halda út og setja svo þriðja markið."voru fyrstu viðbrögð Alberts Brynjars Ingasonar, framherja Kórdrengja eftir 3-1 sigur á Selfossi í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fara með 2-0 forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en Kórdrengir ná inn sterku marki sem kláraði leikinn. Albert Brynjar var sáttur með liðsfélaga sína í dag.

„Algjörlega og sérstaklega öftustu fimm og miðjuna. Það reyndi mikið á þá á löngum kafla í seinni hálfleik og menn þurftu að vera vel á tánum og Selfoss er með gott lið en það sýnir hvað við erum með mikil gæði og mikla reynslu og í raun og veru bara sterkan karakter í þessum hópi."

„Við héldum ílla í boltann á tímabili í seinni hálfleik en sterk lið nær að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum og það gerðum við með að setja þriðja markið og eftir það fannst mér við sigla þessu heim eins og topplið gera."

Albert Brynjar Ingason var spurður hvort að hann væri búin að hugsa hvort hann ætli að taka á skarið með liðinu áfram takist liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

„Skrokkurinn er fínn en ég hefði kosið að hafa eðlilega tímabil þar sem væri vika milli leikja en ég held að það allir séu í smá basli. Ég held að við höfum spila átta leiki þegar September klárast og það reynir á alla en varðandi næsta tímabil, ég tek eitt ár í einu, núna er ég bara staddur þar og eftir tímabil skoða ég bara en mér líður hrikalega vel hérna og það er hugsað svo vel um okkur í þessum klúbbi og þetta er gert svo professional og ég mun skoða það virkilega vel að vera áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner