Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
banner
   mið 23. september 2020 22:59
Anton Freyr Jónsson
Albert Brynjar: Sterk lið vinna sig úr erfiðum aðstæðum
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eintóm hamingja, akkúrat það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega að ná markinu snemma og það tókst. Seinni hálfleikurinn var svolítið erfið fæðing, það kom mjög langur erfiður kafli þar sem þeir ná að setja inn eitt mark sem er klaufaskapur hjá okkur en karakter að halda út og setja svo þriðja markið."voru fyrstu viðbrögð Alberts Brynjars Ingasonar, framherja Kórdrengja eftir 3-1 sigur á Selfossi í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fara með 2-0 forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en Kórdrengir ná inn sterku marki sem kláraði leikinn. Albert Brynjar var sáttur með liðsfélaga sína í dag.

„Algjörlega og sérstaklega öftustu fimm og miðjuna. Það reyndi mikið á þá á löngum kafla í seinni hálfleik og menn þurftu að vera vel á tánum og Selfoss er með gott lið en það sýnir hvað við erum með mikil gæði og mikla reynslu og í raun og veru bara sterkan karakter í þessum hópi."

„Við héldum ílla í boltann á tímabili í seinni hálfleik en sterk lið nær að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum og það gerðum við með að setja þriðja markið og eftir það fannst mér við sigla þessu heim eins og topplið gera."

Albert Brynjar Ingason var spurður hvort að hann væri búin að hugsa hvort hann ætli að taka á skarið með liðinu áfram takist liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

„Skrokkurinn er fínn en ég hefði kosið að hafa eðlilega tímabil þar sem væri vika milli leikja en ég held að það allir séu í smá basli. Ég held að við höfum spila átta leiki þegar September klárast og það reynir á alla en varðandi næsta tímabil, ég tek eitt ár í einu, núna er ég bara staddur þar og eftir tímabil skoða ég bara en mér líður hrikalega vel hérna og það er hugsað svo vel um okkur í þessum klúbbi og þetta er gert svo professional og ég mun skoða það virkilega vel að vera áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner