Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 16:40
Aksentije Milisic
Sjáðu stórbrotið einstaklingsframtak hjá Bellingham
Hinn 18 ára gamli Jude Bellingham er að spila ótrúlega vel fyrir Dortmund og ljóst er að framtíðin er mjög björt hjá þessum unga Englending.

Hann skoraði magnað mark í 1-3 sigri liðsins gegn Arminia Bielefeld. Hann fékk þá knöttinn og lék á þrjá leikmenn Bielefeld áður en hann „chippaði" svo boltanum laglega yfir markvörð heimamanna.

Glæsilegur sprettur hjá Bellingham en þetta var þriðja mark Dortmund og gulltryggði því sigurinn. Dortmund er einu stigi á eftir Bayern Munchen sem situr í efsta sæti deildarinnar.

Þetta frábæra mark má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner