Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 23. desember 2021 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Hart barist um undirskrift Brynjars
Brynjar Ingi Bjarnason
Brynjar Ingi Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga, Bodö/Glimt, Hammarby og Malmö eru öll búin að skrá sig í kapphlaupið um íslenska landsliðsmanninn Brynjar Inga Bjarnason en ítalska félagið Lecce er þegar búið að samþykkja eitt tilboð.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær þá er Lecce búið að samþykkja tilboð í Brynjar Inga og kemur það tilboð frá Noregi.

Sjá einnig:
Lecce samþykkir tilboð í Brynjar Inga - Á leið til Noregs?

Rosenborg hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu vikur og hefur verið í viðræðum við Lecce en það er þó ekki eina félagið sem er í baráttunni um hann.

Vålerenga, Bodö/Glimt, Hammarby og Malmö eru nú öll komin í baráttuna um miðvörðinn.

Nettavisen greinir frá áhuga Malmö og Hammarby á Brynjari. Sænsku meistararnir missa Anel Ahmedhodzic en hann sér fyrir sér að spila í ensku úrvalsdeildinni á meðan Franz Brorsson verður samningslaus um áramótin.

Vålerenga er þá klúbbur sem er ansi ofarlega í baráttunni en Stian Andre´de Wahl, blaðamaður á Nettavisen, segir að félagið sé einnig í viðræðum við Lecce um kaup á landsliðsmanninum

Norska meistaraliðið Bodö/Glimt er einnig áhugasamt um Brynjar en það er ljóst að hann hefur úr nokkrum klúbbum að velja úr ef hann ákveður að yfirgefa Lecce í janúar.

Hann hefur aðeins spilað 45 mínútur í ítölsku B-deildinni á þessari leiktíð síðan hann kom frá KA í sumar.


Athugasemdir
banner
banner