Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 24. janúar 2018 13:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón Baldvins á leið til Indlands - Spilar frammi með Berbatov
Fer í liðið hjá James og Hemma
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, er farinn til Indlands þar sem hann er væntanlega að ganga í raðir Kerala Blasters í ofurdeildinni þar í landi. Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Stefnt er á að Guðjón fari á láni til Kerala Blasters þar til að ofurdeildinni lýkur í mars. Félagaskiptin hafa ekki gengið í gegn en vonir standa til þess að það gerist á næstu dögum.

David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins, er þjálfari Kerala Blasters og Hermann Hreiðarsson var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United og Tottenham, er á mála hjá Kerala Blasters en hann og Guðjón leika saman í fremstu víglínu ef félagaskiptin ganga í gegn.

Kerala Blasters er í 7. sæti af tíu liðum í deildinni en Wes Brown fyrrum varnarmaður Manchester United er einnig á mála hjá félaginu.

Hinn 31 árs gamli Guðjón skoraði tólf mörk í nítján leikjum í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner