Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. janúar 2022 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adebayor skýtur á Arsenal: Kunna ekki að fyrirgefa
Mynd: Getty Images
Fyrrum fyrirliði Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang hefur verið út í kuldanum síðustu vikurnar. Framherjinn braut reglur sem stjórinn hafði sett og var sviptur fyrirliðabandinu. Síðan þá hefur hann ekki spilað með liðinu.

Meira um málið:
Arteta tekur fyrirliðabandið af Aubameyang

Aubameyang er frá Gabon í Afríku. Emmanuel Adebayor er fyrrum leikmaður Arsenal og er hann frá Tógó í Afríku. Hann tjáði sig um Aubameyang í dag.

„Ég veit að hann er að ganga í gegnum fullt af hlutum, því þannig er Arsenal," sagði Adebayor.

„Þeir kunna ekki að fyrirgefa og því veit ég að hann hefur gengið í gegnum margt. Hann er frábær leikmaður og ég óska honum alls hins besta - ég er búinn að senda honnum skilaboð. Við viljum að hann komi til baka. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er han afrískur bróðir okkar og við viljum að hann haldi áfram að vera fulltrúi Afríku eins og hann var."

Adebayor lék með Arsenal á árunum 2006-2009 og fór svo til Manchester City. Samband Adebayor og stuðningsmanna súrnaði og er hann á því að Auba eigi sér enga leið inn í lið Arsenal aftur.

„Ég held ekki af því ég lenti í þessu sama, ekki á sama hátt en það var hjá Arsenal. Ég yrði hissa ef hann finnur leið til baka í liðið. En hann er frábær leikmaður og við sjáum hvað gerist."

Sjá einnig:
Aubameyang hefur lítinn áhuga á að fara til Sádi-Arabíu
Athugasemdir
banner
banner