mið 24. febrúar 2021 17:00 |
|
Átta smitaðir hjá Torino
Leik Torino og Sassuolo sem fram fer á föstudaginn gæti verið frestað vegna Covid-19 smita hjá Torino.
Ítalskir fjölmiðlar segja að átta innan leikmannahópsins hafi greinst með breska afbrigði veirunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Torino eru leikmenn skimaðir daglega og heilbrigðisyfirvöld í borginni eru að skoða útbreiðsluna.
Á morgun verði svo tekin ákvörðun varðandi leikinn.
Torino er í sautjánda sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Ítalskir fjölmiðlar segja að átta innan leikmannahópsins hafi greinst með breska afbrigði veirunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Torino eru leikmenn skimaðir daglega og heilbrigðisyfirvöld í borginni eru að skoða útbreiðsluna.
Á morgun verði svo tekin ákvörðun varðandi leikinn.
Torino er í sautjánda sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
17:45
11:00
17:01