Marcel Sabitzer, miðjumaður Manchester United, átti stórleik er Austurríki lagði Aserbaídsjan að velli í undankeppninni fyrir EM á næsta ári.
Sabitzer skoraði tvennu og gaf stoðsendingu í 4-1 sigri en annað marka hans var gríðarlega flott.
Austurríki fékk þá aukaspyrnu fyrir utan vítateig og ákvað Sabitzer að láta vaða af rúmlega 25 metra færi. Niðurstaðan var mögnuð og má sjá markið hér fyrir neðan.
Dodi Lukebakio átti þá flottan leik er Belgía hafði betur í Svíþjóð. Lukebakio gaf tvær frábærar stoðsendingar á Romelu Lukaku sem skoraði þrennu í leiknum.
Þriðja markið skoraði Lukaku eftir magnaðan undirbúning frá hinum 19 ára gamla Johan Bakayoko, sem kom inn á hægri kantinn fyrir Lukebakio.
Heung-min Son skoraði þá bæði mörk Suður-Kóreu í jafntefli gegn Kólumbíu. Seinna markið kom beint úr aukaspyrnu.
Sjáðu magnað aukaspyrnumark Marcel Sabitzer
Sjáðu fyrsta mark Lukaku
Sjáðu annað mark Lukaku
Lukaku fullkomnaði þrennuna
Sjáðu aukaspyrnumark Heung-min Son