Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 24. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía spáir í 6. umferð Bestu deildar kvenna
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verður Amanda á skotskónum í stórleiknum?
Verður Amanda á skotskónum í stórleiknum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferðin í Bestu deild kvenna á að hefjast í kvöld og er stærsti leikur tímabilsins til þessa á Kópavogsvelli.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í síðustu umferð en landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir tók það að sér að spá í spilin fyrir umferðina sem er framundan.

Stjarnan 0 - 2 Fylkir (18:00 í kvöld)
Mínar konur í Fylki hafa tapað síðustu tveimur leikjum en mæta meira en klárar í þennan leik og vinna öruggan 0-2 sigur. Eva Rut fyrirliði er með eitraðan fót og setur hann beint úr aukaspyrnu.

Breiðablik 2 - 3 Valur (18:00 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar og hann mun standa undir væntingum, 2-3 fyrir Val í stórgóðum leik. Amanda mun alltaf setja allavega tvö og Berglind setur sitt fyrsta mark eftir barnsburð. Olla skorar sjaldséð skallamark fyrir Blika og Agla María með hitt með langskoti fyrir utan teig.

Þór/KA 4 - 0 Tindastóll (20:15 í kvöld)
Auðveldur sigur fyrir Þór/KA í Norðurlandsslagnum. Sandra María heldur áfram að vera best og setur öll fjögur.

FH 0 - 1 Víkingur R. (14:00 á morgun)
Þetta verður mjög jafn leikur en mér finnst líklegt að John sé búinn að drilla sitt lið vel fyrir þennan leik og þær vinna 0-1 baráttusigur.

Keflavík 3 - 0 Þróttur R. (14:00 á morgun)
Mjög óvæntur stórsigur hjá Keflavík á Þróttarastelpum eftir slaka byrjun á tímabilinu hjá báðum þessum liðum.

Fyrri spámenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 9 0 1 27 - 4 +23 27
2.    Valur 10 9 0 1 31 - 11 +20 27
3.    Þór/KA 10 7 0 3 26 - 12 +14 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Þróttur R. 10 3 1 6 9 - 13 -4 10
7.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
8.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
9.    Keflavík 10 2 0 8 7 - 21 -14 6
10.    Fylkir 10 1 2 7 10 - 23 -13 5
Athugasemdir
banner
banner
banner