Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   fim 24. júlí 2014 23:54
Karitas Þórarinsdóttir
Gunni: Með hrikalega öflugan markvörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er illa sáttur, ég er ekki búinn að brjóta þetta blað, það eru stelpurnar fyrst og fremst og fólkið sem stendur í kringum liðið og allir þessir mörg hundruð áhorfendur sem komu hérna í dag," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Fylki leik sem réðist í vítaspyrnukeppni í kvöld.

,,Þetta er bara geðveikt, bara æðislegt," sagði hann. ,,Mér fannst við koma hrikalega vel stemmdar og sterkar inn í leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik.Þær ná að koma sér innn í leikinn með baráttu og sínum leikstíl. Þær eru með þrususgott lið, sterkar og aggressívar og ná að skora tvö mjög góð mörk, sérstakleg seinna markið, skotið fyrir utan teig. Í framlengingunni fannst mér þetta vera að fjara og ekkert að gerast hjá hvorugu liði."

Úrsltin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul markvörður Selfoss varði þrjú víti og skoraði úr einu.

,,Við vitum hvað við erum með hrikalega öflugan markvörð, hún er ekkert að fara að láta skora á sig af 9 metra færi. Þetta er alltof langt. Svo skorar hún sjálf, alveg ísköld. Hún er flott."
Athugasemdir
banner