Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 25. febrúar 2023 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Blikar skoruðu átta á Sauðárkróki - Stjarnan marði Aftureldingu
Agla María skoraði fjögur mörk fyrir Blika
Agla María skoraði fjögur mörk fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði sér góða ferð á Sauðárkrók í dag og vann þar 8-0 sigur á Tindastóli í A-deild Lengjubikarsins. Stjarnan rétt marði þá Aftureldingu, 2-1.

Agla María Albertsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Blika á Sauðárkróksvellinum.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Taylor Marie Ziemer og Andrea Rut Bjarnadóttir komust einnig á blað og þá gerði Bryndís Rut Haraldsdóttir eitt sjálfsmark.

Þetta var fyrsti leikur Blika í riðli 2 í A-deildinni. Í sama riðli vann Stjarnan 2-1 sigur á Aftureldingu. Andrea Mist Pálsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir sáu ti þess að Stjarnan leiddi með tveimur í hálfleik áður en Sigrún Eva SIgurðardóttir minnkaði muninn þegar hálftími var eftir. Stjarnan hefur unnið báða leiki sína í riðlinum og er í toppsætinu.

Í riðli 1 vann Þór/KA 3-1 sigur á KR. Akureyringar lentu undir er Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir kom boltanum í eigið net en Sandra María Jessen jafnaði metin áður en Þór/KA gerði út um leikinn á fyrstu fimmtán mínútunum í þeim síðari. Liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum.

Grindavík vann Fjarðabyggð/Hött/Leikni, 4-2, í B-deildinni en Sigríður Emma F. Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sneri við taflinu fyrir Grindvíkinga með því að skora þrennu á síðasta hálftímanum.

Úrslit og markakskorarar:

Afturelding 1 - 2 Stjarnan
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('16 )
0-2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('37 )
1-2 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('61 )

Tindastóll 0 - 8 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('14 )
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('45 )
0-3 Bryndís Rut Haraldsdóttir ('49 , Sjálfsmark)
0-4 Agla María Albertsdóttir ('64 )
0-5 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('70 )
0-6 Taylor Marie Ziemer ('85 )
0-7 Agla María Albertsdóttir ('86 )
0-8 Agla María Albertsdóttir ('90 , Mark úr víti)

KR 1 - 3 Þór/KA
1-0 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('12 , Sjálfsmark)
1-1 Sandra María Jessen ('21 )
1-2 Amalía Árnadóttir ('53 )
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('61 )

B-deild:

FHL 2 - 4 Grindavík
1-0 Katrín Edda Jónsdóttir ('18 )
1-1 Viktoría Einarsdóttir ('24 , Sjálfsmark)
2-1 Katrín Edda Jónsdóttir ('63 )
2-2 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('64 )
2-3 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('72 )
2-4 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('90 )
Athugasemdir
banner
banner