Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   lau 25. mars 2023 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skilaboð í hópinn að menn ætli ekki að bera ábyrgð"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn KA í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Það eru blendnar tilfinningar. Margt gott í þessu, fyrsta hálftímann var jafnræði í þessu en svo gefum við ódýrt mark og maður finnur að menn bogna við það og það kemur annað mark í kjölfarið en svo kom mjög góður kafli fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik og við fáum dauðafæri í stöðunni 2-0. Munurinn á liðunum voru bara gæði," sagði Þorlákur.

Hann var heilt yfir ánægður með spilamennskuna en fyrstu tvö mörkin voru sérstaklega slæm þar sem Marc Rochester Sörensen átti slæma sendingu til baka í fyrra markinu og honum fannst að Aron Birkir Stefánsson hefði átt að verja aukaspyrnu Hallgríms Mar í öðru markinu.

Þá var hann alls ekki sáttur með Ragnar Óla Ragnarsson fyrir að láta reka sig af velli undir lok leiksins.

„Mér fannst dómarinn frábær í þessum leik, þetta var klárt rautt. Þetta var mjög heimskulegt og ákveðin skilaboð inn í hópinn að menn ætli ekki að bera ábyrgð þegar við erum í erfiðleikum. Það eru mikil vonbrigði, eins frábær drengur og Raggi er var þetta ekki skynsamlegt," sagði Þorlákur.


Athugasemdir
banner
banner