Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   lau 25. mars 2023 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skilaboð í hópinn að menn ætli ekki að bera ábyrgð"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn KA í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Það eru blendnar tilfinningar. Margt gott í þessu, fyrsta hálftímann var jafnræði í þessu en svo gefum við ódýrt mark og maður finnur að menn bogna við það og það kemur annað mark í kjölfarið en svo kom mjög góður kafli fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik og við fáum dauðafæri í stöðunni 2-0. Munurinn á liðunum voru bara gæði," sagði Þorlákur.

Hann var heilt yfir ánægður með spilamennskuna en fyrstu tvö mörkin voru sérstaklega slæm þar sem Marc Rochester Sörensen átti slæma sendingu til baka í fyrra markinu og honum fannst að Aron Birkir Stefánsson hefði átt að verja aukaspyrnu Hallgríms Mar í öðru markinu.

Þá var hann alls ekki sáttur með Ragnar Óla Ragnarsson fyrir að láta reka sig af velli undir lok leiksins.

„Mér fannst dómarinn frábær í þessum leik, þetta var klárt rautt. Þetta var mjög heimskulegt og ákveðin skilaboð inn í hópinn að menn ætli ekki að bera ábyrgð þegar við erum í erfiðleikum. Það eru mikil vonbrigði, eins frábær drengur og Raggi er var þetta ekki skynsamlegt," sagði Þorlákur.


Athugasemdir
banner