Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: FH lagði Íslandsmeistarana í fyrsta grasleik ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 3 - 1 Breiðablik
1-0 Kjartan Kári Halldórsson
2-0 Kjartan Kári Halldórsson, víti
2-1 Tobias Thomsen, víti
3-1 Arnór Borg Guðjohnsen

FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrsta grasleik ársins sem fór fram á blönduðum grasvelli í Kaplakrika í dag.

Kjartan Kári Halldórsson skoraði fyrstu tvö mörlk leiksins fyrir heimamenn áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn af vítapunktinum.

Blikum tókst þó ekki að jafna því Arnór Borg Guðjohnsen innsiglaði sigur FH-inga með síðasta marki leiksins. Lokatölur 3-1.

Byrjunarlið FH: Matias; Birkir, Jóhann Ægir, Böðvar, Arngrímur; Kjartan Kári, Tómas Orri, Einar Karl, Bragi Karl; Kristján Flóki, Sigurður Bjartur.

Byrjunarlið Blika: Anton Ari; Valgeir, Arnór Gauti, Viktor Örn, Andri Yeoman; Höskuldur, Anton Logi, Viktor Karl; Aron, Tobias, Óli Valur.
Athugasemdir
banner
banner