Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 25. maí 2024 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Jafnt í kveðjuleik Kroos
Kroos tolleraður í leikslok
Kroos tolleraður í leikslok
Mynd: EPA

Toni Kroos hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid á Santiago Bernabeu en hann mun leggja skóna á hilluna í sumar. Hann mun spila með þýska landsliðinu á EM og svo mun hann hætta.


Kroos hefur verið í herbúðum Real Madrid í tíu ár en hann spilaði sinn síðasta leik í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Betis. Hann var í byrjunarliðinu og fékk heiðursskiptingu undir lokin.

Leikmenn Real Madrid stóðu heiðursvörð fyrir hann í leiknum og voru allir í treyju merktri Þjóðverjanum.

Kroos hefur leikið 464 leiki fyrir félagið og skoraði 28 mörk. Hann varð spænskur meistari fjórum sinnum og vann Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu.

Þá var hann heimsmeistari með með þýska landsliðinu árið 2014 og spurning hvort honum takist að bæta við Evrópumeistaratitli í heimalandi sínu í sumar.

Almeria 6 - 1 Cadiz
0-1 Brian Ocampo ('30 )
1-1 Gonzalo Melero ('48 )
2-1 Sergio Arribas ('51 )
3-1 Joseba Zaldua ('57 , sjálfsmark)
4-1 Luis Suarez ('65 )
5-1 Luis Suarez ('71 )
6-1 Sergio Arribas ('86 )

Osasuna 1 - 1 Villarreal
1-0 Ante Budimir ('30 )
1-1 Jose Luis Morales ('57 )

Rayo Vallecano 0 - 1 Athletic
0-1 Nico Williams ('67 )

Real Sociedad 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Lino ('9 )
0-2 Reinildo Mandava ('90 )
Rautt spjald: Saul Niguez, Atletico Madrid ('90)

Real Madrid 0 - 0 Betis


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Alaves 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Atletico Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Barcelona 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Celta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Espanyol 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Getafe 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Girona 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Las Palmas 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leganes 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mallorca 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Vallecano 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Real Sociedad 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sevilla 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Valencia 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Valladolid 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Villarreal 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner