Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 22:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hörð barátta milli Íslendingaliða í Danmörku
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spiluðu allan leikinn þegar Bröndby gerði markalaust jafntefli gegn Koge í dönsku deildinni í kvöld.

Liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Bröndby er í 2. sæti með 35 stig, jafn mörg stig og Nordsjælland sem er í 3. sæti. Tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni en 3. sætið í Evrópudeildinni. Bröndby á tvo leiki eftir en Nordsjælland þrjá.

Köge er einnig með í baráttunni en liðið er í 4. sæti með 32 stig. Emilía Óskarsdóttir er leikmaður liðsins en hún er fjarverandi vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner