Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fös 23. maí 2025 22:36
Alexander Tonini
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara æðisleg, svakalegur baráttusigur, við börðumst svakalega fyrir þessu. Byrjuðum leikinn svona ágætlega en fengum svo þetta mark í andlitið. Komum svo sterkar upp úr því og skoruðum tvö mörk, komum inn í hálfleik og ákváðum að klára leikinn almennilega", sagði Birna Kristín Björnsdóttir eftir glæsilegan sigur FH kvenna í kvöld gegn toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Breiðablik

Þegar líða fór á seinni hálfleik þróaðist leikurinn þannig að Breiðablik sótti af miklum þunga en FH varðist mjög vel og beitti skyndisóknum. Mikill dugnaður var í fremstu línu FH sem gaf allt í leikinn.

„Maya upp á topp alveg svakalega dugleg, hljóp og hljóp sem og allar stelpurnar fram á við. Við gerðum okkar allra besta og þetta voru svakalega erfiðar lokamínútur en við stóðum þetta alveg af okkur.

Birna Kristín var nýlega valin í fyrsta skipti í U23 landslið Íslands og spilar þar með Örnu Eiríksdóttur fyrirliða FH.
Aldís Guðlaugsdóttir var einnig valin í liðið en þurfti að draga sig úr hópnum eftir meiðsli eins og kunnugt er.

„Frábært að vera valin í þennan hóp með þessum geggjuðu stelpum og spennt fyrir þessu verkefni. Það er alveg hræðilegt að missa Aldísi sem er mikilvægasti leikmaðurinn okkar ef ég má segja það."



Athugasemdir