Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 22:36
Alexander Tonini
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara æðisleg, svakalegur baráttusigur, við börðumst svakalega fyrir þessu. Byrjuðum leikinn svona ágætlega en fengum svo þetta mark í andlitið. Komum svo sterkar upp úr því og skoruðum tvö mörk, komum inn í hálfleik og ákváðum að klára leikinn almennilega", sagði Birna Kristín Björnsdóttir eftir glæsilegan sigur FH kvenna í kvöld gegn toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Breiðablik

Þegar líða fór á seinni hálfleik þróaðist leikurinn þannig að Breiðablik sótti af miklum þunga en FH varðist mjög vel og beitti skyndisóknum. Mikill dugnaður var í fremstu línu FH sem gaf allt í leikinn.

„Maya upp á topp alveg svakalega dugleg, hljóp og hljóp sem og allar stelpurnar fram á við. Við gerðum okkar allra besta og þetta voru svakalega erfiðar lokamínútur en við stóðum þetta alveg af okkur.

Birna Kristín var nýlega valin í fyrsta skipti í U23 landslið Íslands og spilar þar með Örnu Eiríksdóttur fyrirliða FH.
Aldís Guðlaugsdóttir var einnig valin í liðið en þurfti að draga sig úr hópnum eftir meiðsli eins og kunnugt er.

„Frábært að vera valin í þennan hóp með þessum geggjuðu stelpum og spennt fyrir þessu verkefni. Það er alveg hræðilegt að missa Aldísi sem er mikilvægasti leikmaðurinn okkar ef ég má segja það."



Athugasemdir