Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 23. maí 2025 22:36
Alexander Tonini
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara æðisleg, svakalegur baráttusigur, við börðumst svakalega fyrir þessu. Byrjuðum leikinn svona ágætlega en fengum svo þetta mark í andlitið. Komum svo sterkar upp úr því og skoruðum tvö mörk, komum inn í hálfleik og ákváðum að klára leikinn almennilega", sagði Birna Kristín Björnsdóttir eftir glæsilegan sigur FH kvenna í kvöld gegn toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Breiðablik

Þegar líða fór á seinni hálfleik þróaðist leikurinn þannig að Breiðablik sótti af miklum þunga en FH varðist mjög vel og beitti skyndisóknum. Mikill dugnaður var í fremstu línu FH sem gaf allt í leikinn.

„Maya upp á topp alveg svakalega dugleg, hljóp og hljóp sem og allar stelpurnar fram á við. Við gerðum okkar allra besta og þetta voru svakalega erfiðar lokamínútur en við stóðum þetta alveg af okkur.

Birna Kristín var nýlega valin í fyrsta skipti í U23 landslið Íslands og spilar þar með Örnu Eiríksdóttur fyrirliða FH.
Aldís Guðlaugsdóttir var einnig valin í liðið en þurfti að draga sig úr hópnum eftir meiðsli eins og kunnugt er.

„Frábært að vera valin í þennan hóp með þessum geggjuðu stelpum og spennt fyrir þessu verkefni. Það er alveg hræðilegt að missa Aldísi sem er mikilvægasti leikmaðurinn okkar ef ég má segja það."



Athugasemdir
banner
banner