Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
   fös 23. maí 2025 22:36
Alexander Tonini
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara æðisleg, svakalegur baráttusigur, við börðumst svakalega fyrir þessu. Byrjuðum leikinn svona ágætlega en fengum svo þetta mark í andlitið. Komum svo sterkar upp úr því og skoruðum tvö mörk, komum inn í hálfleik og ákváðum að klára leikinn almennilega", sagði Birna Kristín Björnsdóttir eftir glæsilegan sigur FH kvenna í kvöld gegn toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Breiðablik

Þegar líða fór á seinni hálfleik þróaðist leikurinn þannig að Breiðablik sótti af miklum þunga en FH varðist mjög vel og beitti skyndisóknum. Mikill dugnaður var í fremstu línu FH sem gaf allt í leikinn.

„Maya upp á topp alveg svakalega dugleg, hljóp og hljóp sem og allar stelpurnar fram á við. Við gerðum okkar allra besta og þetta voru svakalega erfiðar lokamínútur en við stóðum þetta alveg af okkur.

Birna Kristín var nýlega valin í fyrsta skipti í U23 landslið Íslands og spilar þar með Örnu Eiríksdóttur fyrirliða FH.
Aldís Guðlaugsdóttir var einnig valin í liðið en þurfti að draga sig úr hópnum eftir meiðsli eins og kunnugt er.

„Frábært að vera valin í þennan hóp með þessum geggjuðu stelpum og spennt fyrir þessu verkefni. Það er alveg hræðilegt að missa Aldísi sem er mikilvægasti leikmaðurinn okkar ef ég má segja það."



Athugasemdir