
„Þetta er skellur, við ætluðum að vinna alla heimaleiki og við vorum einfaldlega bara ekki nógu góðir í dag." sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir tapið á heimavelli í kvöld gegn Þrótti Reykjavík
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Þróttur R.
„Við fengum tvo til þrjá góða sénsa í fyrri hálfleik, eðlilega fáum við færi á okkur í lokin þegar við setjum á þá og þeir leggjast bara á teiginn en heilt yfir var sóknarleikurinn ekki góður."
„Við bara náðum bara ekki að opna þá og náðum ekki að færa boltann nógu hratt á milli kannta."
„Það eru náttúrulega bara fimm leikir búnir, það er nóg eftir en við þurfum bara að fara skora fleiri mörk, við erum ekki að skora nógu mikið af mörkum og erum ekki að fá á okkur mikið af færum, sérstaklega þegar leikurinn er í svona eðlilegu jafnvægi þannig það er bara halda áfram og næsti leikur."
Viðtalið við Árna Frey má sjá nánar í sjónvarpinu hér að ofan.