Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fös 23. maí 2025 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Lengjudeildin
Amin Cosic skoraði þriðja mark Njarðvíkur
Amin Cosic skoraði þriðja mark Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti HK í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hófst í kvöld. 

Njarðvíkignar voru virkilega flottir í kvöld og höfðu að lokum frábæran útisigur.


Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Njarðvík

„Mjög glaður, þetta er eiginlega ólýsandi og ég get ekki sagt hversu glaður ég er" sagði Amin Cosic leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld en hann skoraði jafnframt þriðja mark Njarðvíkinga.

Njarðvík sótti sterkan sigur á erfiðum útivelli en það verða líklega ekki mörg lið sem mæta í Kórinn og fara með öll stigin burt þaðan.

„Mér fannst við ef ég á að vera hreinskilinn bara betra liðið. Við spiluðum boltanum líka fallegra og þetta var meira svona 'kick and run' hjá þeim þannig mér fannst við eiga þetta fyllilega skilið" 

Amin Cosic er uppalinn HK-ingur og tókst að skora alveg í restina.

„Það var geggjað. Ég tók líka skemmtilegt fagn þarna og þetta var geggjuð tilfinning" 

Amin Cosic fannst virkilega skemmtilegt að skora gegn sínum gömlu félögum og langaði mest af öllum liðum að ná marki gegn þeim.

„HK 100%. Ég hefði frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur mörk í einhverjum öðrum leik"

Nánar er rætt við Amin Cosic í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner