Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 23. maí 2025 22:20
Anton Freyr Jónsson
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er í skýjunum með spilamennskuna og að koma á þennan erfiða útivöll og ná í þrjú geggjuð stig." sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar Reykjavík eftir sigurinn á Fylki 2-1 en leikurinn fór fram upp í Árbæ á Tekk vellinum.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þróttur R.

„Vinnusemin var aðdáendunarverð frá aftasta manni og til þann fremsta, vorum með Liam og Aron sem gerðu lífið mjög erfitt fyrir þeirra uppbyggingu í spilinu svo setjum við Viktor og Jakob til að taka við af þeim þannig við nýttum senterana okkar alveg gríðarlega vel varnarlega í dag. Mikið að gera hjá miðjumönnunum að dekka og halda þeim í skefjum svo bættist við sem var mjög ánægjulegt að sjá að þegar við unnum boltann þá náðum við að særa þá með góðum skyndisóknum og góðri spilamennskuna og svo þegar við héldum í boltann þá gerðum við það vel."

„Þetta er frábært. Við erum búnir að fara til Keflavíkur og vinnum þar þannig þetta eru svona tvö af stóru liðum sem hafa verið spáð góðu gengi og það er gott að vera búin með þau á útivelli og búnir að vinna þau bæði á útivelli sem er mjög gott. Við þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli og eins og ég sagði við strákanna eftir síðasta leik sem við töpuðum að ef við spilum eins þá vinnum við."


Athugasemdir
banner
banner