Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
   fös 23. maí 2025 22:20
Anton Freyr Jónsson
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er í skýjunum með spilamennskuna og að koma á þennan erfiða útivöll og ná í þrjú geggjuð stig." sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar Reykjavík eftir sigurinn á Fylki 2-1 en leikurinn fór fram upp í Árbæ á Tekk vellinum.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þróttur R.

„Vinnusemin var aðdáendunarverð frá aftasta manni og til þann fremsta, vorum með Liam og Aron sem gerðu lífið mjög erfitt fyrir þeirra uppbyggingu í spilinu svo setjum við Viktor og Jakob til að taka við af þeim þannig við nýttum senterana okkar alveg gríðarlega vel varnarlega í dag. Mikið að gera hjá miðjumönnunum að dekka og halda þeim í skefjum svo bættist við sem var mjög ánægjulegt að sjá að þegar við unnum boltann þá náðum við að særa þá með góðum skyndisóknum og góðri spilamennskuna og svo þegar við héldum í boltann þá gerðum við það vel."

„Þetta er frábært. Við erum búnir að fara til Keflavíkur og vinnum þar þannig þetta eru svona tvö af stóru liðum sem hafa verið spáð góðu gengi og það er gott að vera búin með þau á útivelli og búnir að vinna þau bæði á útivelli sem er mjög gott. Við þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli og eins og ég sagði við strákanna eftir síðasta leik sem við töpuðum að ef við spilum eins þá vinnum við."


Athugasemdir
banner
banner