
„Ég er í skýjunum með spilamennskuna og að koma á þennan erfiða útivöll og ná í þrjú geggjuð stig." sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar Reykjavík eftir sigurinn á Fylki 2-1 en leikurinn fór fram upp í Árbæ á Tekk vellinum.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Þróttur R.
„Vinnusemin var aðdáendunarverð frá aftasta manni og til þann fremsta, vorum með Liam og Aron sem gerðu lífið mjög erfitt fyrir þeirra uppbyggingu í spilinu svo setjum við Viktor og Jakob til að taka við af þeim þannig við nýttum senterana okkar alveg gríðarlega vel varnarlega í dag. Mikið að gera hjá miðjumönnunum að dekka og halda þeim í skefjum svo bættist við sem var mjög ánægjulegt að sjá að þegar við unnum boltann þá náðum við að særa þá með góðum skyndisóknum og góðri spilamennskuna og svo þegar við héldum í boltann þá gerðum við það vel."
„Þetta er frábært. Við erum búnir að fara til Keflavíkur og vinnum þar þannig þetta eru svona tvö af stóru liðum sem hafa verið spáð góðu gengi og það er gott að vera búin með þau á útivelli og búnir að vinna þau bæði á útivelli sem er mjög gott. Við þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli og eins og ég sagði við strákanna eftir síðasta leik sem við töpuðum að ef við spilum eins þá vinnum við."