Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. júní 2021 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Lengjudeildarsóknarmaðurinn
Cristofer Rolin (Ægir)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Cristofer Rolin hefur komið sterkur inn í lið Ægis sem er í toppbaráttunni í 3. deild.

Hann er leikmaður áttundu umferðar að mati Ástríðunnar í 3. deild eftir flotta frammistöðu í útisigri gegn Ægi.

„Ég veit það bara að okkar villtustu hlustendur eru að hárreita sig. Þeir eru brjálaðir. 'Þeir velja bara leikmennina sem skora mörk og eitthvað svona'. Ég tek það á mig að við lítum aðeins of mikið á mörkin, en í þessu tilfelli þá er það ekki þannig að mínu mati," sagði Gylfi Tryggvason.

„Í þessu tilfelli er það Lengjudeildarsóknarmaðurinn Cristofer Rolin sem skorar tvö mörk og klárar leikinn. Hann er bara leikmaður umferðarinnar. Hann var bestur í þessari umferð."

„Hann missir ekki boltann, hann er bara helvítis gæði. Þetta eru góð mörk sem hann skoraði."

„Hann er bara vel að þessu kominn," sagði Sverrir Mar Smárason svo.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
Ástríðan - Af hverju eru engin gæði í 3. deildinni!?
Athugasemdir
banner
banner
banner