Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 25. ágúst 2021 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars ekki lengur í teymi landsliðsins (Staðfest)
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er ekki lengur í þjálfarateymi Íslands. Frá þessu sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi.

Fréttamaður Fótbolta.net spurði út í Lars á blaðamannafundi og greindi Arnar frá því að sá sænski væri ekki lengur í teyminu.

„Lars verður ekki með okkur í verkefninu. Við áttum gott spjall eftir marsverkefnið og við fundum það báðir að það voru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga til að þetta gengi 100 prósent upp. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í öllum undirbúningi," sagði Arnar.

„Þjálfunartengingin var ekki alveg eins góð. Við ræddum það eftir marsverkefnið og hann fór ekki með í verkefnið í sumar. Núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með áfram í teyminu."

„Við megum alltaf ganga að Lars og hans hjálp. Hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því að þetta væri verkefni og þjálfarastarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og án hans," sagði Arnar en hann var þá spurður að því hvort Lars hefði verið sagt upp.

,Honum er ekkert sagt upp. Það var alltaf ætlunin að við færum inn í þetta með opnum huga. Við megum alltaf hafa samband við Lars og hann mun líklega koma í september og heimsækja okkur. Það er ekki hægt að segja að honum hafi verið sagt upp."
Athugasemdir
banner
banner