Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 25. september 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dale Stephens kominn til Burnley (Staðfest)
Ashley Westwood framlengir
Mynd: Getty Images
Burnley er búið að staðfesta komu enska miðjumannsins Dale Stephens til félagsins.

Burnley greiðir eina milljón punda fyrir Stephens sem hefur verið fastamaður í byrjunarliði Brighton undanfarin ár.

Stephens, sem er 31 árs gamall, skrifar undir tveggja ára samning við Burnley og tekur stöðu Jeff Hendrick í leikmannahópinum.

Stephens á 99 úrvalsdeildarleiki að baki og gæti spilað sinn hundraðasta leik þegar Burnley tekur á móti Southampton annað kvöld.

Þá var miðjumaðurinn Ashley Westwood að framlengja samning sinn við Burnley til 2023. Westwood er 30 ára og hefur spilað 113 leiki fyrir Burnley en þar áður var hann leikmaður Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner