Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 25. október 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Þeir sem Ten Hag vill fá til að fylla skarð Ronaldo
Powerade
Schick er sagður á blaði hjá Manchester United.
Schick er sagður á blaði hjá Manchester United.
Mynd: EPA
Forráðamenn Tottenham eru bjartsýnir á að Kane skrifi undir.
Forráðamenn Tottenham eru bjartsýnir á að Kane skrifi undir.
Mynd: EPA
Mbappe hefur efni á salti út í grautinn.
Mbappe hefur efni á salti út í grautinn.
Mynd: Getty Images
Það er fátt betra en að byrja daginn á rjúkandi kaffibolla, eða Powerade, og fara í gegnum helsta slúðrið. Ronaldo, Schick, Leao, Kane, Mbappe, Silva og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Erik ten Hag stjóri Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo (37) út tímabilið en ef leikmaðurinn sættir sig ekki við hlutverkið sem hann ætlar honum mun hann fá að finna sér nýtt félag í janúar. (Athletic)

Tékkneski framherjinn Patrik Schick (26) hjá Bayer Leverkusen, kanadíski landsliðsmaðurinn Jonathan David (22) hjá Lille og Frakkinn Moussa Dembele (26) hjá Lyon eru á blaði Ten Hag yfir leikmenn sem hann hefur áhuga á að fá til að fylla skarð Ronaldo. (Mirror)

Ronaldo er opinn fyrir því að fara til Ítalíu en Napoli hefur enn áhuga á honum. (Sun)

Chelsea mun forgangsraða og vill frekar vinna í að fá portúgalska framherjann Rafael Leao (23) frá AC Milan heldur en Ronaldo. (CBS)

Tottenham vill vera búið að gera nýjan samning við enska sóknarmanninn Harry Kane (29) snemma á næsta ári. Æðstu menn félagsins búast við því að hann muni skrifa undir langtímasamning. (90min)

Hasan Salihamidzic íþróttastjóri Bayern München segir að félagið ætli ekki að styrkja sig í janúarglugganum. Þýskalandsmeistararnir hafa verið orðaðir við Kane. (Bild)

Paris St-Germain hefur efasemdir um að geta haldið áfram að uppfylla samning Kylian Mbappe (23). Verðmæti samnings hans er 550 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil, það er fjórðungur heildarkostnaðar leikmannahópsins. (Sport)

PSG segir að þær tölur sem hafa verið nefndar í samningi Mbappe séu rangar. (Fabrizio Romano)

Chelsea íhugar að lána bandaríska markvörðinn Gabriel Slonina (18) sem félagið keypti fyrir 12 milljónir punda í sumar. (Evening Standard)

Chelsea hefur enn áhuga á rússneska miðjumanninum Arsen Zakharyan (19) hjá Dynamo Moskvu. (Sport Express)

Antonio Conte telur að hann þurfi þrjá félagaskiptaglugga í viðbót til að bæta breiddina í leikmannahópi Tottenham. (Times)

Real Madrid ætlar að bjóða Marco Asensio (26) endurbættan þriggja ára samning. Framherjinn var orðaður við Arsenal, Liverpool og Tottenham eftir að hann hafnaði fyrra tilboði. (Ser Deportivos)

Ange Postecoglou, stjóri Celtic, segist ekki vera á leið í ensku úrvalsdeildina á næstunni. Hann var orðaður við Brighton og Leicester. (Mail)

Paris St-Germain vill halda argentínska framherjanum Lionel Messi hjá félaginu og er að vinna að framlengingu á samningi hans. (Le Parisien)

Liverpool mun veita Manchester United keppni um portúgalska miðvörðinn Antonio Silva (18) hjá Benfica. (O Jogo)

Spænski stjórinn Quique Setien (64) er líklegastur til að taka við Villarreal eftir að Unai Emery (50) tók við Aston Villa. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner