Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 26. febrúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Jeffrey Monakana í Magna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Grenivík hefur fengið Jeffrey Monakana til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar en hann hefur fengið félagaskipti samkvæmt vef KSÍ.

Jeffrey er enskur kantmaður en hann lék með Fjölni síðari hlutann í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Jeffrey kom til Fjölnis í félagaskiptaglugganum í ágúst og spilaði fjóra leiki áður en keppni var hætt í Pepsi-Max deildinni.

Hinn 27 ára gamli Jeffrey ólst upp hjá Arsenal en hann kom til Fjölnis frá Dulwich Hamlet í ensku utandeildinni.

Á ferlinum hefur hann einnig leikið í ensku C og D-deildinni sem og í skosku úrvalsdeildinni og B-deildinni í Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner