Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 26. febrúar 2021 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sampaoli nýr stjóri Marseille (Staðfest)
Á hliðarlínunni gegn Íslandi
Á hliðarlínunni gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eigandi franska félagsins Marseille, Frank McCourt, hefur tilkynnt að Jorge Sampaoli sé nýr stjóri félagsins.

Frank sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir miklum breytingum hjá Marseille. Breytingar eru einnig í stjórn félagsins þar sem nýr stjórnarformaður tekur við.

Sampaoli tekur við af Andre Vilas-Boas sem bað bókstaflega um að láta reka sig á dögunum.

Sampaoli er fimmtugur Argentínumaður sem stýrði argentínska landsliðinu á HM 2018. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

„Mér hefur verið sagt allt mitt líf að OM er sérstakur staður þegar kemur að ástríðu. Að Vélodrome leikvangurinn lýsist upp þegar liðið spilar á vellinum," sagði Sampaoli í við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner