Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 26. maí 2024 19:37
Haraldur Örn Haraldsson
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Alexander Máni Guðjónsson.
Alexander Máni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Aðsend

Alexander Máni Guðjónsson leikmaður Stjörnunnar fékk sínar fyrstu mínútur í meistaraflokk í kvöld. Alexander er aðeins 14 ára gamall og því stór stund fyrir ungan leikmann.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta var bara geggjaður leikur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur. Gott spil, skoruðum nú hvað var það? 5 mörk. Þetta var rosalegur leikur. Ég er bara sáttur með fyrsta leikinn í Bestu og þetta er bara fyrsti af vonandi fleirum til viðbótar."

Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar sem Alexander er á bekknum og hann bjóst því ekkert endilega við því að fá mínútur í dag.

„Nei eða, þegar ég sá að það var komið 3-0 þá hugsaði ég: „Vonandi fæ ég nokkrar mínútur." Ég er bara sáttur, bara takk Jökull fyrir tækifærið. Vonandi bara í næsta leik fæ ég aðeins fleiri mínútur og vonandi skora ég næst. En ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. Vonandi er þetta bara fyrsta af mörgum."

Alexander er uppalinn hjá félaginu og var það stór stund þegar hann kom inn á fyrir uppeldisfélagið.

„Það er bara geggjað að koma inn á fyrir uppeldisfélagið. Pabbi minn er Gaui Bald (Guðjón Baldvinsson) þannig ég ólst upp við að sjá hann spila hérna. Það var frábært að koma inn á og Silfurskeiðin hélt uppi frábærri stemningu. Þannig ég er sáttur með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner