Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 26. júní 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Damir: Kemur í ljós hvort við söknum Hendrickx
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik og Fylkir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli annað kvöld.

Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks verður í eldlínunni en hann er spenntur fyrir leiknum á morgun sem hefst klukkan 19:15. Stutt er síðan liðin mættust í Pepsi Max-deildinni þar sem Fylkir hafði betur 4-3 í fjörugum leik.

„Það eru alltaf skemmtilegir leikir þegar við mætum Fylki. Síðasti leikur sem við spiluðum við þá var mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur," sagði Damir og bætir við að honum hafi persónulega ekkert fundist varið í þann leik.

„Við mætum bara eins í alla leiki, til að vinna þá. Við þurfum bara að leggja okkur 100% fram í þessum leik til þess að komast áfram. Þetta er bara einn leikur og menn verða að vera tilbúnir frá byrjun."

Hann segir að það sé ávalt meiri sjarmi yfir bikarleikjum þegar það er allt undir í leikjum. „Í bikar færðu bara einn leik til að komast áfram í keppninni þannig þetta eru þannig séð úrslitaleikir í hverri umferð."

Breiðablik tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni á síðasta tímabili í vítaspyrnukeppni. Damir segir að liðið vilji gera betur í ár „Markmið okkar voru skýr fyrir mót. Við ætlum að gera betur en í fyrra."

Breiðablik verður án varnarmannsins, Jonathan Hendrickx sem hefur yfirgefið félagið og gengið til liðs við Lommen.

„Hann er frábær leikmaður og atvinnumaður en það kemur bara maður í manns stað. Hvort við eigum eftir að sakna hans eða ekki það á eftir að koma í ljós. Við erum með Arnar “Seðla” Svein og Kalla líka í þessari stöðu. Ég hef engar áhyggjur af þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner