Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júlí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Læti og dramatík þegar KR tók á móti Fylki í fyrra - „Hagar sér eins og hálfviti"
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fylkir mætast í Pepsi Max-deild karla í kvöld klukkan 19:15 en Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson mun sjá um að textalýsa leiknum hér á Fótbolta.net.

Þegar liðin mættust á Meistaravöllum í fyrra, þá buðu þau upp á mikla skemmtun eins og Guðmundur kemur inn á í upphitunarmolum fyrir leikinn.

Fylkir vann þar 1-2 endurkomusigur þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Beitir Ólafsson, markvörður KR, var rekinn af velli undir lokin og Sam Hewson, þáverandi miðjumaður Fylkis, skoraði úr vítaspyrnu á 97. mínútu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var öskuillur í viðtali eftir leik:

„Við erum bara rændir hérna."

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inn á vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta."

Dramatíkin var allsráðandi í fyrra en enginn Ólafur Ingi Skúlason verður á vellinum í kvöld, allavega ekki innan vallar, þar sem hann hefur yfirgefið Fylki og er í dag þjálfari U19 landsliðs Íslands.

Þess má geta að Rúnar baðst afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn í fyrra og Ólafur Ingi Skúlason, þá spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, sagði í kjölfarið að málið væri gleymt og grafið.

Fréttir eftir leikinn í fyrra:

Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti

Skúli kallar Ólaf Inga 37 ára barn

Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér

Leikur KR og Fylkis hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner