Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. október 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að næsta starf Solskjær verði með norska landsliðið
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Norski fjölmiðlamaðurinn Jan Aage Fjortoft telur að Ole Gunnar Solskjær verði næsti landsliðsþjálfari Noregs.

Solskjær er mjög valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Liðið tapaði 0-5 gegn erkifjendum sínum í Liverpool síðasta sunnudag.

Solskjær hefur stýrt Man Utd frá 2018 og byggt upp gott lið, en ekki eru blikur á lofti að liðið fari á toppinn undir hans stjórn.

„Ole Gunnar mun einhvern tímann - eins og allir aðrir stjórar - vera rekinn. Svo mun hann taka sér frí. Eftir það mun hann taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken ákveður að nóg sé komið," skrifaði Fjortoft á Twitter.

Solskjær hefur einnig þjálfaraferli sínum stýrt Molde í Noregi og Cardiff á Bretlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner