KR endaði skrautlegt tímabil með 7-0 sigri á HK, þar sem Benóný Breki fór á kostum og skoraði fimm mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 7 - 0 HK
„Frammistaðan í dag allar 90 mínúturnar var kröftug, ég er stoltastur af því. Það hefði verið auðvelt að taka fótinn af bensíngjöfinni og fara í göngugírinn. Við gerðum það ekki, það er til marks um hungrið og drifkraftinn í þessu liði."
„Hann verður mikilvægur á undirbúningstímabilinu og þegar við hefjum gönguna að gera KR aftur gildandi í deildinni."
Benóný Breki skoraði fimm mörk í dag og sló markametið í efstu deild.
„Hann er frábær leikmaður, frábær framherji. Fyrst og fremst sem hann hefur er að hann er með fæturnar á jörðinni, mikið jafnaðargeð sem er mikilvægt fyrir framherja. Frábært að vinna með honum."
Benóný hefur verið orðaður við lið í Bundesliga og LaLiga.
„Ég veit jafn mikið og þú. Bara það sem ég les. Ég er viss um það að það er mikill áhugi á honum. Ég tel það líklegt að sá áhugi raungerist í einhverskonar samskiptum milli KR og einhverja félaga á næstu vikum eða mánuðum."
„Við viljum að hann fari út og taki næsta skref"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir