Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 26. október 2024 17:52
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR endaði skrautlegt tímabil með 7-0 sigri á HK, þar sem Benóný Breki fór á kostum og skoraði fimm mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Frammistaðan í dag allar 90 mínúturnar var kröftug, ég er stoltastur af því. Það hefði verið auðvelt að taka fótinn af bensíngjöfinni og fara í göngugírinn. Við gerðum það ekki, það er til marks um hungrið og drifkraftinn í þessu liði."

„Hann verður mikilvægur á undirbúningstímabilinu og þegar við hefjum gönguna að gera KR aftur gildandi í deildinni."

Benóný Breki skoraði fimm mörk í dag og sló markametið í efstu deild.

„Hann er frábær leikmaður, frábær framherji. Fyrst og fremst sem hann hefur er að hann er með fæturnar á jörðinni, mikið jafnaðargeð sem er mikilvægt fyrir framherja. Frábært að vinna með honum."

Benóný hefur verið orðaður við lið í Bundesliga og LaLiga.

„Ég veit jafn mikið og þú. Bara það sem ég les. Ég er viss um það að það er mikill áhugi á honum. Ég tel það líklegt að sá áhugi raungerist í einhverskonar samskiptum milli KR og einhverja félaga á næstu vikum eða mánuðum."

„Við viljum að hann fari út og taki næsta skref"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir