Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 26. október 2024 17:52
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR endaði skrautlegt tímabil með 7-0 sigri á HK, þar sem Benóný Breki fór á kostum og skoraði fimm mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Frammistaðan í dag allar 90 mínúturnar var kröftug, ég er stoltastur af því. Það hefði verið auðvelt að taka fótinn af bensíngjöfinni og fara í göngugírinn. Við gerðum það ekki, það er til marks um hungrið og drifkraftinn í þessu liði."

„Hann verður mikilvægur á undirbúningstímabilinu og þegar við hefjum gönguna að gera KR aftur gildandi í deildinni."

Benóný Breki skoraði fimm mörk í dag og sló markametið í efstu deild.

„Hann er frábær leikmaður, frábær framherji. Fyrst og fremst sem hann hefur er að hann er með fæturnar á jörðinni, mikið jafnaðargeð sem er mikilvægt fyrir framherja. Frábært að vinna með honum."

Benóný hefur verið orðaður við lið í Bundesliga og LaLiga.

„Ég veit jafn mikið og þú. Bara það sem ég les. Ég er viss um það að það er mikill áhugi á honum. Ég tel það líklegt að sá áhugi raungerist í einhverskonar samskiptum milli KR og einhverja félaga á næstu vikum eða mánuðum."

„Við viljum að hann fari út og taki næsta skref"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner