Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   lau 26. október 2024 17:52
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR endaði skrautlegt tímabil með 7-0 sigri á HK, þar sem Benóný Breki fór á kostum og skoraði fimm mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Frammistaðan í dag allar 90 mínúturnar var kröftug, ég er stoltastur af því. Það hefði verið auðvelt að taka fótinn af bensíngjöfinni og fara í göngugírinn. Við gerðum það ekki, það er til marks um hungrið og drifkraftinn í þessu liði."

„Hann verður mikilvægur á undirbúningstímabilinu og þegar við hefjum gönguna að gera KR aftur gildandi í deildinni."

Benóný Breki skoraði fimm mörk í dag og sló markametið í efstu deild.

„Hann er frábær leikmaður, frábær framherji. Fyrst og fremst sem hann hefur er að hann er með fæturnar á jörðinni, mikið jafnaðargeð sem er mikilvægt fyrir framherja. Frábært að vinna með honum."

Benóný hefur verið orðaður við lið í Bundesliga og LaLiga.

„Ég veit jafn mikið og þú. Bara það sem ég les. Ég er viss um það að það er mikill áhugi á honum. Ég tel það líklegt að sá áhugi raungerist í einhverskonar samskiptum milli KR og einhverja félaga á næstu vikum eða mánuðum."

„Við viljum að hann fari út og taki næsta skref"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner