Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 26. október 2024 17:52
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Benóný fagnar marki sínu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR endaði skrautlegt tímabil með 7-0 sigri á HK, þar sem Benóný Breki fór á kostum og skoraði fimm mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Frammistaðan í dag allar 90 mínúturnar var kröftug, ég er stoltastur af því. Það hefði verið auðvelt að taka fótinn af bensíngjöfinni og fara í göngugírinn. Við gerðum það ekki, það er til marks um hungrið og drifkraftinn í þessu liði."

„Hann verður mikilvægur á undirbúningstímabilinu og þegar við hefjum gönguna að gera KR aftur gildandi í deildinni."

Benóný Breki skoraði fimm mörk í dag og sló markametið í efstu deild.

„Hann er frábær leikmaður, frábær framherji. Fyrst og fremst sem hann hefur er að hann er með fæturnar á jörðinni, mikið jafnaðargeð sem er mikilvægt fyrir framherja. Frábært að vinna með honum."

Benóný hefur verið orðaður við lið í Bundesliga og LaLiga.

„Ég veit jafn mikið og þú. Bara það sem ég les. Ég er viss um það að það er mikill áhugi á honum. Ég tel það líklegt að sá áhugi raungerist í einhverskonar samskiptum milli KR og einhverja félaga á næstu vikum eða mánuðum."

„Við viljum að hann fari út og taki næsta skref"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner