Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   sun 26. október 2025 17:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Hasar og rautt spjald í El Clasico - Bellingham skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Madrid fékk Barcelona í heimsókn í El Clasico erkifjendaslagnum í spænsku deildinni í dag.

Kylian Mbappe skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teiginn eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann var hársbreidd fyrir innan þegar hann fékk sendinguna og rangstaða því dæmd.

Aðeins tíu mínútum síðar sendi Jude Bellingham Mbappe í gegn og hann kom Real Madrid yfir.

Real Madrid fékk betri færi í fyrri hálfleik en Barcelona náði að jafna þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins. Liðið vann boltann við vítateig Real Madrid og Marcus Rashford sendi boltann út í teiginn og Fermin Lopez skoraði og jafnaði metin.

Real Madrid var hins vegar með forystuna í hálfleik þar sem Jude Bellingham kom liðinu aftur yfir eftir að Eder Militao skallaði boltann fyrir fætur Bellingham sem var í dauðafæri og skoraði á opið markið.

Snemma í seinni hálfleik fékk Real Madrid gullið tækifæri til að bæta við forystuna þegar liðið fékk vítaspyrnu þar sem boltinn fór í höndina á Eric Garcia.

Kylian Mbappe steig á punktinn en Wojciech Szczesny gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá honum.

Barcelona reyndi að jafna metin en náði ekki að skapa sér almennileg færi. Pedri fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í blálokin þegar hann braut á Aurelien Tchouameni.

Strax í kjölfarið skapaðist mikill hasar á milli manna við bekkina en ekkert alvarlegt og aðeins Andriy Lunin, varamarkvörður Real Madrid, fékk að líta gula spjaldið.

Real Madrid er komið með fimm stiga forystu á toppnum en liðið er með 27 stig en Barcelona með 22 stig.

Real Madrid 2 - 1 Barcelona
1-0 Kylian Mbappe ('22 )
1-1 Fermin Lopez ('38 )
2-1 Jude Bellingham ('43 )
2-1 Kylian Mbappe ('52 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Pedri, Barcelona ('90)

Mallorca 1 - 1 Levante
0-1 Karl Etta Eyong ('22 )
1-1 Pablo Maffeo ('79 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner