Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. nóvember 2021 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United nær samkomulagi við Lokomotiv
Mynd: EPA
Manchester United er búið að ná samkomulagi við Lokomotiv Moskvu um að fá Ralf Rangnick frá félaginu.

Ralf er að taka við sem bráðabirgðastjóri United og mun stýra liðinu út tímabilið. Í kjölfarið mun hann svo taka við sem einhvers konar ráðgjafi í tvö ár, en líkur eru á því að það sé staða yfirmanns fótboltamála.

Ralf mun skrifa undir samning við United um helgina og taka við liðinu eftir helgi. Hans fyrsti leikur með United verður gegn Arsenal á fimmtudag.

Samkvæmt heimildum Sky Sports News var það Ed Woodward, yfirmaður (e. executive vice-chairman) hjá United, sem vildi að Rangnick yrði áfram hjá félaginu eftir tímabilið. Félagið er á því að reynsla og þekking Rangnick sé slík að félagið geti nýtt sér hana lengur en út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner