Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 26. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Iraola: Hefði átt að refsa Everton á milli tímabila
Mynd: EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth á Englandi, fannst tímasetningin á stigafrádrætti Everton sérstök og telur að það hafi átt að gera þetta á milli tímabila.

Á dögunum voru tíu stig dregin af Everton vegna brota á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er þyngsta refsing í sögu deildarinnar og er Everton nú á botninum með 4 stig.

Iraola tjáði sig aðeins um þetta einkennilega mál.

„Það er erfitt fyrir mig að segja mín skoðun á þessu. Ég þekki ekki reglurnar og hef ekki lesið þær. Tímasetningin er skrítin og það á miðju tímabili, þar sem þú veist hverju þú ert að berjast fyrir, en veist síðan að eftir 2-3 mánuði gæti liðið tapað stigum eða áfrýjuninni. Það á að gera þetta á milli tímabila,“ sagði Iraola.
Athugasemdir
banner
banner
banner