Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 08. október 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Eimskip
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta eru tveir heimaleikir sem geggjað er að fá. Þetta verður krefjandi en virkilega skemmtilegir leikir að fá," sagði landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Það er geggjað að það sé búið að fylla Laugardalsvöllinn, stórkostlegt. Ég held að ég hafi ekki spilað fyrir framan fulla stúku á Laugardalsvelli áður, það er bara sturlað. Verður örugglega mjög gaman."

„Það er jákvæð umræða í kringum liðið sem skiptir miklu máli og líka það að fá þjóðina með okkur sem er geggjað. Það er okkar markmið að fylla alltaf völlinn þegar við spilum hérna heima."

Maður er í fótbolta til að spila
Þórir er leikmaður Lecce á Ítalíu en hefur lítið komið við sögu á tímabilinu, bara spilað alls um 110 mínútur og þar af tíu mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Lífið er fínt en það er þreytt að vera ekki að spila. Maður er í fótbolta til að spila. Ég á eitt ár eftir af samning og hef verið að fara yfir stöðuna," segir Þórir.

Hefurðu einhverjar útskýringar fengið á litlum spiltíma?

„Ég held að það sé bara vegna þess að ég á eitt ár eftir af samningi og erfitt að fá mínútur þegar það er."

Það var áhugi á Þóri síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Lecce. Miðað við stöðuna núna má hins vegar reikna með því að hann færi sig um set annað hvort í janúar eða næsta sumar.

„Það var nýr þjálfari að koma inn og við vildum sjá hvernig það myndi þróast. Við sjáum hvað setur," segir Þórir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner