Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 08. október 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Eimskip
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta eru tveir heimaleikir sem geggjað er að fá. Þetta verður krefjandi en virkilega skemmtilegir leikir að fá," sagði landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Það er geggjað að það sé búið að fylla Laugardalsvöllinn, stórkostlegt. Ég held að ég hafi ekki spilað fyrir framan fulla stúku á Laugardalsvelli áður, það er bara sturlað. Verður örugglega mjög gaman."

„Það er jákvæð umræða í kringum liðið sem skiptir miklu máli og líka það að fá þjóðina með okkur sem er geggjað. Það er okkar markmið að fylla alltaf völlinn þegar við spilum hérna heima."

Maður er í fótbolta til að spila
Þórir er leikmaður Lecce á Ítalíu en hefur lítið komið við sögu á tímabilinu, bara spilað alls um 110 mínútur og þar af tíu mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Lífið er fínt en það er þreytt að vera ekki að spila. Maður er í fótbolta til að spila. Ég á eitt ár eftir af samning og hef verið að fara yfir stöðuna," segir Þórir.

Hefurðu einhverjar útskýringar fengið á litlum spiltíma?

„Ég held að það sé bara vegna þess að ég á eitt ár eftir af samningi og erfitt að fá mínútur þegar það er."

Það var áhugi á Þóri síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Lecce. Miðað við stöðuna núna má hins vegar reikna með því að hann færi sig um set annað hvort í janúar eða næsta sumar.

„Það var nýr þjálfari að koma inn og við vildum sjá hvernig það myndi þróast. Við sjáum hvað setur," segir Þórir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner