Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 08. október 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Eimskip
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta eru tveir heimaleikir sem geggjað er að fá. Þetta verður krefjandi en virkilega skemmtilegir leikir að fá," sagði landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Það er geggjað að það sé búið að fylla Laugardalsvöllinn, stórkostlegt. Ég held að ég hafi ekki spilað fyrir framan fulla stúku á Laugardalsvelli áður, það er bara sturlað. Verður örugglega mjög gaman."

„Það er jákvæð umræða í kringum liðið sem skiptir miklu máli og líka það að fá þjóðina með okkur sem er geggjað. Það er okkar markmið að fylla alltaf völlinn þegar við spilum hérna heima."

Maður er í fótbolta til að spila
Þórir er leikmaður Lecce á Ítalíu en hefur lítið komið við sögu á tímabilinu, bara spilað alls um 110 mínútur og þar af tíu mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Lífið er fínt en það er þreytt að vera ekki að spila. Maður er í fótbolta til að spila. Ég á eitt ár eftir af samning og hef verið að fara yfir stöðuna," segir Þórir.

Hefurðu einhverjar útskýringar fengið á litlum spiltíma?

„Ég held að það sé bara vegna þess að ég á eitt ár eftir af samningi og erfitt að fá mínútur þegar það er."

Það var áhugi á Þóri síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Lecce. Miðað við stöðuna núna má hins vegar reikna með því að hann færi sig um set annað hvort í janúar eða næsta sumar.

„Það var nýr þjálfari að koma inn og við vildum sjá hvernig það myndi þróast. Við sjáum hvað setur," segir Þórir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner